Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 52
96 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar sem meðalhiti janúarmánaðar er nærri + 2°, en hér á landi vex hann um allt land, meira að segja hátt uppi í Ijöllum, þar sem meðalhiti janúarmán- aðar er líklega nærri -h 10°? Maður íyllist aðdáun við að hala svona bók fyrir frarnan sig. Fyrst og fremst á hinu óhemjumikla starfi vísindamannanna, sem að baki hennar ligg- ur. En þó ef til vill fullt eins á örlæti og skilningi þeirra yfirvalda, sem kost- að hafa alla vinnu við verkið, skilningi, sem óskandi væri að gæti gripið ís- lenzk yfirvöld. Og í jjriðja lagi á Háskólaforlaginu í Osló, sem af mikilli rausn hefir veitt verkinu þann ytri búning, sem því sæmir. Eyþór Einarsson. GEORGE MIKSCH SUTTON: Iceland summer. Adventures oj a bird painter. University of Oklahoma press. Norman. George Miksch Sutton er prófessor í dýrafræði við háskólann í Oklahoma. Hann er vel metinn fuglafræðingur og frægur fuglamálari í sínu heimalandi, hefur ferðazt bæði um heit lönd og heimskautalönd og skrifað nokkrar bækur. Hér á landi dvaldist liann sumarið 1958 og ferðaðist víða um landið, oftast í fylgd með öðrum amerískum fuglafræðingi, Olin Sewall Pettingill, Jr., sem kom hingað ásamt konu sinni, Eleanor, til þess að taka kvikmyndir af íslenzku fuglalífi. Þær eru nú orðnar ærið margar bækurnar, sem erlendir fuglafræðingar hafa skrifað um dvöl sína á íslandi, en bók Suttons er að mínu viti sú bezt skrifaða og ánægjulegasta aflestrar, þótt e. t. v. sé hún ekki sú fróðlegasta. Frásagnar- máti hans minnir ekki svo lítið á Jón Sveinsson, Nonna, að því leyti, að lionum verður allt að ævintýri, jafnvel hinir hversdagslegustu hlutir. Hann er, eins og margir amerískir menntamenn, hleypidómalaus, vingjarnlegur og góðviljað- ur. Hann fer ekki dult með hrifningu sína af landi og þjóð og bók hans á eflaust eftir að draga marga landa hans liingað. Ég efast um, að margir þeir, sem skrifa um framtíð íslands sem ferðamannalands, geri sér fyllilega ljóst, að aðal aðdráttarafl landsins er hin tiltölulega ósnortna náttúra þess, og það er því ekki aðeins menningarleg skylda, heldur getur það einnig orðið fjárhagslega þýð- ingarmikið, að varðveita hana og vernda. Með hverju árinu fjölgar þeim, sem ferðast hingað til þess að kynnast einhverjum þáttum íslenzkrar náttúru og slíkir ferðamenn niunu verða okkur tryggastir og tekjudrýgstir er til lengdar lætur, ef við kunnum sómasamlega að þeirn að búa. Lúxustúristar eiga hingað lítið erindi, enda óviðfeldin atvinna að stjana við þá. Aðaltilgangur Suttons með sumardvöl sinni á íslandi virðist liafa verið að mála fuglsunga. Eru allmargar myndir af þeim og sumar bráðhuggulegar. Ég nefni sem dæmi myndina af skúmsunganum. En honum lætur einnig vel að mála með orðum og sumar náttúrulýsingar hans eru ágætar. Bókin mun fyrst og fremst ætluð þeim, sem yndi hafa af fuglalífi, en ég hygg, að allir náttúruunn- endur hljóti að liafa ánægju af því að lesa liana. Þetta er þokkafull bók, skrifuð af góðum náttúruskoðara og einlægum náttúruunnanda. Sigurður Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.