Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 30
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ust á hræringu, ný lönd risu úr sæ og eldra þurrlendi hófst víða
upp í mikla fjallgarða. Við það tæmdust ótal viitn og innhöf, svo að
fiskar og önnur dýr, sem þar höfðu alið aldur sinn frá upphafi til-
veru sinnar, virtust með öllu ofurseld dauðanum. Svo var og um
flest þeirra. En á öllum öldum þróunarinnar liefur móðir náttúra
gætt sumar tegundir jurta og dýra takmarkalitlum möguleikum til
þess að laga sig eftir nýjum, gjörólíkum lífsskilyrðum og staðhátt-
um. Einmitt Jressir meðsköpuðu hæfileikar björguðu ýmsum dýra-
tegundum Jressa tíma frá algerri tortímingu. Þeim tókst að sigr-
ast á öllum aðsteðjandi hættum, sem hið gjörbreytta viðhorf liafði
í för með sér, þegar vatn allt fjaraði undan þeim. Þær sömdu sig að
nýjum siðum og urðu að landdýrum.
Þó voru Jrað óefað plönturnar, sem fyrst námu landið, en elztu
landplöntur eru frá silúr. Hinar fjölmörgu tegundir plantna, senr
um aldaraðir lröfðu þróast í vötnum og lröfunr, urðu eigi síður en
dýrin að fleyta lífsferli sínum yfir byltingar þær, sem fram fóru á
Jjessu tímabili jarðsögunnar, fyrir nálega 350 milljónum ára. Plönt-
urnar eru, sem kunnugt er, enn lræfari en dýrin til þess að laga sig
eftir breyttum lífsskilyrðunr og eru auk þess einu verurnar, senr eru
færar um að taka sér bólfestu á landi, sem er aldauða fyrir. Þær
tóku því snenrnra að Jroka sér inn á Jrurrlendið og klæddu brátt
strendurnar grænu belti. Og þegar svo var komið, hefur leiðin til
frekari landvinninga legið þeim opin.
Þegar plönturnar lröfðu nunrið þurrlendið og staðfest þar ríki
sitt til ævarandi frambúðar, opnuðust hinum frumstæðu dýrum
fyrst möguleikar til samskonar landnáms. Líklega erti það afkomend-
ur sæsporðdrekanna, senr fyrstir dýra skreiddust úr hinunr votrt
lreimkynnum og gerðu þurrlendi Jressa lrnattar að dvalarstað sínum.
Þessi landnámsdýr voru skyld sumum þeinr liðdýrum, sem enn
lifa, sporðdrekunr, Jrúsundfætlum og köngulóm.
I jarðlögunr frá devontímabilinu lrafa á Austur-Grænlandi fund-
ist steingerðar leifar af furðulegunr dýrum. Þau hafa verið unr einn
nreter að lengd, gengið á fjórum fótunr og verið nreðal grimmustu
rándýra síns tíma. Að ýmSu leiti hafa dýr þessi verið mjög lík fisk-
unr, en þó líkst salamöndrum langsamlega nrest að ytra útliti og
haft hala eins og þær. Er lrér því raunverulega um elztu salamöndr-
ur lreimsins að ræða. Greinilegt er, að dýr Jressi eru tengiliðurinn
nrilli fiska og þeirra hryggdýra, sem á landi lifa.