Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 27
NÁTT Ú R U FRÆÐINGURIN N
71
vitanlega gufumökkurinn, sem hjúpaði jörðina, og jafnframt tók
að draga mesta máttinn úr regninu. Og þar kom að lokum, að mökk-
urinn varð svo þunnur, að sólargeislunum opnaðist leið þar í gegn.
Naktar, lífvana auðnirnar og endalaus flötur hafsins sveipuðust nú
fyrsta sinni sólarljósi. Löng dauðans nótt var að baki, en framundan
rofaði fyrir tímum lífs og þróunar undir ylgeislum sólar.
Morgunn lífsins.
Enda þótt ekki sé ljóst, livenær hinar fyrstu lífverur þessa linattar
urðu til, eru vísindamenn þó á þeirri skoðun, að síðan séu liðn-
ar fimmtán lmndruð milljónir ára eða meira. Slíkur óratími er
mannlegum skilningi ofvaxinn. Fyrstu óvéfengjanlegu menjarn-
ar um líf finnast í berglögum frá frumlífsöld. Þessir elztu þekktu
steingervingar sanna tilveru þörunga (1400 milljón ára gamlir) og
nokkurra lítt þroskaðra dýrafylkinga, þar á meðal frumdýr, sem
höfðu um sig fasta skurn. Einnig hafa fundizt frá þessum tímum
leifar af holdýrum, skrápdýrum, krabbadýrum og ormum.
Ljóst rná vera, að löngu áður en þessu stigi þróunarinnar var náð,
liafa lifað aðrar enn ófullkomnari tegundir lífvera, og það eru
einmitt þær, sem eru forfeður alls lífs á jörðinni. Þessir frumbyggjar
liafa örugglega verið plöntur, örsmáar slímagnir, líkar svipuþörung-
um nútímans. En hvernig hinar fyrstu lífverur hafi orðið til, á
morgni þróunarinnar, er mönnum hulið. Ýmsar getgátur um það
hafa þó að sjálfsögðu komið fram og ein er sú, að ofursmár lífs-
neisti hafi upphaflega borist hingað frá öðrum hnöttum og orðið sá
mikli orkugjafi, sem æðra og fullkomnara líf er komið frá. Þessi
kenning er langt sótt og liarla ólíkleg þegar hugleiddar eru þær
óraleiðir, sem aðskilja hnetti alheimsins, og jafnframt hafður í
huga sá helkuldi, sem ríkir í geimnum. Öll rök virðast því fremur
hníga að því, að lífið liafi upprunalega kviknað á jörðinni sjálfri
og þá vafalítið í hinum volgu frumhöfum hennar.
Vaggu lifsins — hafið.
Þótt enn sé margt myrkri hulið í sambandi við lrumlíf jarðar-
innar, er þó nokkurn veginn öruggt, að allar fyrstu lífverurnar hafi
lifað í sjó og vötnum. Hafið er því talið vera vagga lífsins. Þegar
í byrjun fornaldar, á kambríska tímanum svonefnda, liafði dýra-
og plöntulíf sjávarins náð allmikilli fjölbreytni. Frá þessu tímabili