Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
87
ið bæði kynjuð og kynlaus. Lii'a flestir í ósöltu vatni, en þó margir
í söltu eða hálfsöltu. Ættbálkurinn Charalis er hér talinn til græn-
þörunganna. Áberandi tegundir hér á landi eru af ættkvíslunum:
Enteromorplia, Monostroma, Ulva, Ulotrix, Acrosiphonia, Clado-
phora, Oedogonium, Chara og Nitella.
Euglenophyta (Dílþörungar). Þeir hafa grasgræna litbera með
a- og b-blaðgrænu og yö-karótíni, en auk þess rauðan augndíl.
Þeir mynda kolvetni, sem er skylt mjölvi, svokallað paramylum, en
auk þess feiti. Nær allir eru þeir einfrumungar með 1, 2 eða 3 enda-
stæðum svipum. Frumurnar naktar. Nokkrir án litarefna, Jiafa
sennilega misst þau. Fjölgar kynlaust við skiptingu. Útbreiðsla hér
á landi óþekkt.
Chrysophyta (Kísilþörungar, gulþörungar og gullbrúnþörungar).
7. mynd. Kísilþörungar. A Tabellaria. B Meridion. C Synedra. D Asterionella.
E Eunolia. F Achnanthes. G Diploneis. H Pinnularia. I Cymbella. K Gompho-
nema. L Epithemia. M Hantzschia. (Hustedt).
Þeir eru gulgrænir eða gullbrúnir, vegna þess að í litberum þeirra
eru karótínin og blaðgulurnar yfirgnæfandi. Kísilþörungarnir hafa
nær sömu litarefni og brúnþörungarnir, en sérkennandi fyrir gul-
þörungana (Xanthophycea) er e-blaðgrænan og fyrir gullbrúnþör-
ungana (Chrysophycea) lúteinið. Þörungar af þessari fylkingu safna
sem forðanæringu bæði leukósíni og feiti. Mjög smávaxnir einfrum-
ungar, stundum í sambúum. Frumuveggurinn venjulega gerður af