Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 14
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Dýradeildir Tala dýra á hvern dm1 Einfrumungar (Flagellala, Rhizopoda, Ciliata) ......... 1 000 000 000 Hjóldýr (Rotatoria) og bjarnardýr (Tardigrada)..................... 500 Þráðormar (Nernatoda) .......................................... 30 000 Stökkskottur (Collembola) ....................................... 1 000 Maurar (Acarina) ................................................ 2 000 Önnur liðdýr (smáköngulær, krabbadýr, margfætlur, skordýr) ....................................................... 100 Pottormar (Enchytraeidae)........................................... 50 Ánamaðkar (Lumbricidae) ............................................. 2 eru misstór og gera mismunandi kröfur til lífsins. Það hefði svipaða þýðingu og að leggja saman íbúafjölda og fjölda rnúsa og fiðrilda einnar sveitar og draga ályktanir af því. Tölur þessar eru frá Mið- Evrópu og mætti því ætla, að allt öðru vísi liagi til í íslenzkum jarðvegi. Þetta er þó ekki sennilegt. Rannsóknir þær, sem greinar- höfundur og aðrir hafa gert á íslenzkum jarðvegsdýrum, benda til þess, að svipuð hlutföll séu hér fyrir hendi. Mörg hinna minni jarðvegsdýra eru heimsborgarar, ef svo mætti að orði kveða, og ná lieimkynni þeirra yfir meginhluta norðurhvels jarðar eða jafnvel allar heimsálfur. Vegna smæðar sinnar geta þau sennilega borizt langar leiðir nreð fuglum, vindi eða á annan hátt og breiðzt út um allar trissur. Til jress að lesendurnir geti betur áttað sig á því, hvað hér er um að ræða, skal ég nú gefa stutt yfirlit yfir dýraflokka þá, sem talizt geta jarðvegsdýr. En áður en við getum byrjað, verðum við að gera okkur nokkra grein fyrir því, hvað jarðvegur er. Jarðvegsfræðingar hafa gert margar skilgreiningar á jarðvegi og flokkað tegundir hans á ýmsa lund. Við getum þó haldið okkur við skilgreiningu Ramanns frá 1911, en hún hljóðar svo: „Jarðvegur er efsta veðrunarlag hinnar föstu jarðskorpu; hann samanstendur af muldum og efna- fræðilega breyttum steinefnum ásamt leifum jurta og dýra“. Sem jarðvegsdýr lítum við þá á öll þau dýr, sem annaðhvort taka þátt í mulningi, blöndun og elnafræðilegri breytingu steinefnanna eða vinna að breytingum jurta- og dýraleifa. Það er þó ekki nauðsyn- legt, að þau hafist alltaf við í jarðveginum. En við köllurn öll þau dýr jarðvegsdýr, sem hafast að mestu við í jarðveginum, enda þótt Jrau vinni ekki beinlínis að umbreytingu lians. Margar dýrategund- ir, meðal annarra 95% af öllum skordýrum, lifa á einhverju stigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.