Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 49
93
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hvaða þörunga finnum við þarna helzt? Nær alltaf kísilþörunga.
Aðalheimkynni þörunganna, annarra en sæþörunga, eru vötn og
lækir og hvers konar rakur jarðvegur. Köllum við þessa þörunga
einu nafni vatnaþörunga, enda þótt þeir geti sums staðar komizt af
með lítið vatn. Vatnaþörungarnir eru flestir úr hópi blágrænþör-
unga, grænþörunga og kísilþörunga, en margir eru og úr fylking-
unum Euglenophyta og Pyrrliophyta. Aðeins sárafáir brúnþörung-
ar og rauðþörungar finnast í fersku vatni.
Vatnaþörungar eru að jafnaði lítt áberandi, en þeir eiga margir
sín blómaskeið, sem oft eru stutt, stundum aðeins nokkrir dagar.
Verður fjöldi þeirra þá skyndilega mjög mikill, svo að næringar-
efnin ganga fljótt til þurrðar. Deyja þá þörungarnir eftir stuttan
tíma, og leggur þá sterka rotnunarlykt af vatninu.
Enda þótt vatnaþörungarnir virðist liarla veikbyggðir og við-
kvæmir, rnegna sumir þeirra að lifa við mjög erfið skilyrði. Eru
sumir blágrænþörungar sérstaklega liarðgerðir og lifa þar góðu
lífi, sem engin önnur lifandi vera að undanskildum nokkrum gerl-
um fær haldið velli. Á þetta einkum við í hverum. Þessi lífseigja
blágrænþörunganna hefur verið talin stafa af því, hve frumstæðir
þeir eru að byggingu. En hin frumstæða bygging blágrænþörung-
anna, ásamt hitaþoli þeirra, er talin benda til þess, að þeir hafi verið
meðal frumbyggja jarðarinnar.
HEIMILDARIT
A. Engler’s Syllabus der Pflanzenfamilien. I. Band, 12. Auflage, Berlin 1954.
Jónsson, Helgi: The Marine Algal Vegetation of Iceland. The Botany of
Iceland. Part I, 1, Copenhagen, 1912.
Smith, Gilbert M.: Manual of Phycology. Waltham, Mass., 1951.
Strasburger’s Lehrbuch der Botanik. 27. Auflage, Stuttgart 1958.
Sjá ennfremur:
Pétursson, Sigurður: Blágrænþörungar. Náttúrufræðingurinn 28 : 32—49.
— Brúnþörungar. Náttúrufræðingurinn 30 : 74—97.
Þórðardóttir, Þórunn: Um plöntusvifið í sjónum. Náttúrufræðingurinn 27 :
1-14.