Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 18
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sníkjudýr í mönnum og skepnum og geta verið stórhættulegir. Að lokum má svo nefna þráðorma, sem lifa sem rándýr á öðrurn þráð- ormum, hjóldýrum, einfrumungum og öðrum smádýrum. Margar þráðormategundir eru útbreiddar yfir stór svæði jarðarinnar og sennilega heimsborgarar. Má því búast við, að margar hinna algeng- ustu tegunda á meginlandi Evrópu linnist einnig á íslandi, enda þótt þetta sé ennþá lítið rannsakað. Á svipaðan hátt og mörg hjóldýr geta ýmsar þráðormategundir þolað mikinn þurrk og kulda. Lindýr (Mollusca). Ýmsar sniglategundir (lungnasniglar) lifa í efri lögum jarðvegs og milli fallinna laufblaða og hafa talsverða þýðingu fyrir jarðvegsmyndun, að minnsta kosti í Mið-Evrópu. Brekkusnigillinn íslenzki, sem tilheyrir þessum flokki, veldur oft skemmdum á ýmsum nytjajurtum (sjá Geir Gígja: Meindýr o. s. frv.) 28 tegundir lungnasnigla eru þekktar á íslandi. Pottormar (Enchytraeidae). Ormar þessir eru náskyldir ána- möðkunum, en eru miklu minni (lengd 5 til 15 millímetrar). Oftast eru þeir ljósir á lit, en tegundir þær, sem lifa á snæbreiðum heirns- skautalanda, eru þó mjög dökkar eða svartar. Ormar þessir eru al- gengir ofarlega í lausum, rökum jarðvegi og í föllnu laufi. Þeir eiga erfitt með að grafa sig gegnum þéttari jarðveg, eins og frænd- ur þeirra ánamaðkarnir geta gert, og þrífast því illa í þéttri leirjörð. Þeir þarfnast mikils raka og hverfa með öllu, ef jarðvegurinn verður of þurr. Hins vegar virðast þeir ekki vera viðkvæmir fyrir kulda og korna fyrir í heimsskautalöndum og hátt upp til fjalla. Aðalnær- ing þeirra eru dauðar jurtaleifar og kannske einnig dýraleifar. Ánamaðkar (Lumbricidae). Eins og skýrt var frá í byrjun, eru ánamaðkarnir þau jarðvegsdýr, sem lengst hafa verið þekkt og mest hefur verið skrifað um. Allt frá dögum Darwins hafa menn skilið, hvílíka geysi-þýðingu ánamaðkarnir liafa fyrir myndun og eðli gróðurmoldar. Darwin sýndi fram á það með tilraunum, að ánamaðkarnir grófu niður steina og aðra hluti á yfirborði jarðar- innar með því að éta sig gegnum jörðina og losa sig við úrgang á yfirborðinu. Það eru aðeins sumar tegundir ánamaðka, sem losa sig við úrgangsefni á yfirborðinu, aðrir losa sig við þau neðan- jarðar í göngum þeim, er þeir grafa. í Englandi hafa menn reikn- að út, að magn það af úrgangsefnum, sem ánamaðkar leggja frá sér á yfirborði túns, nemi um það bil 23 tonnum á hverjum hektara árlega. Er þá ekki reiknað með því magni, sem maðkarnir flytja og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.