Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 18
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sníkjudýr í mönnum og skepnum og geta verið stórhættulegir. Að lokum má svo nefna þráðorma, sem lifa sem rándýr á öðrurn þráð- ormum, hjóldýrum, einfrumungum og öðrum smádýrum. Margar þráðormategundir eru útbreiddar yfir stór svæði jarðarinnar og sennilega heimsborgarar. Má því búast við, að margar hinna algeng- ustu tegunda á meginlandi Evrópu linnist einnig á íslandi, enda þótt þetta sé ennþá lítið rannsakað. Á svipaðan hátt og mörg hjóldýr geta ýmsar þráðormategundir þolað mikinn þurrk og kulda. Lindýr (Mollusca). Ýmsar sniglategundir (lungnasniglar) lifa í efri lögum jarðvegs og milli fallinna laufblaða og hafa talsverða þýðingu fyrir jarðvegsmyndun, að minnsta kosti í Mið-Evrópu. Brekkusnigillinn íslenzki, sem tilheyrir þessum flokki, veldur oft skemmdum á ýmsum nytjajurtum (sjá Geir Gígja: Meindýr o. s. frv.) 28 tegundir lungnasnigla eru þekktar á íslandi. Pottormar (Enchytraeidae). Ormar þessir eru náskyldir ána- möðkunum, en eru miklu minni (lengd 5 til 15 millímetrar). Oftast eru þeir ljósir á lit, en tegundir þær, sem lifa á snæbreiðum heirns- skautalanda, eru þó mjög dökkar eða svartar. Ormar þessir eru al- gengir ofarlega í lausum, rökum jarðvegi og í föllnu laufi. Þeir eiga erfitt með að grafa sig gegnum þéttari jarðveg, eins og frænd- ur þeirra ánamaðkarnir geta gert, og þrífast því illa í þéttri leirjörð. Þeir þarfnast mikils raka og hverfa með öllu, ef jarðvegurinn verður of þurr. Hins vegar virðast þeir ekki vera viðkvæmir fyrir kulda og korna fyrir í heimsskautalöndum og hátt upp til fjalla. Aðalnær- ing þeirra eru dauðar jurtaleifar og kannske einnig dýraleifar. Ánamaðkar (Lumbricidae). Eins og skýrt var frá í byrjun, eru ánamaðkarnir þau jarðvegsdýr, sem lengst hafa verið þekkt og mest hefur verið skrifað um. Allt frá dögum Darwins hafa menn skilið, hvílíka geysi-þýðingu ánamaðkarnir liafa fyrir myndun og eðli gróðurmoldar. Darwin sýndi fram á það með tilraunum, að ánamaðkarnir grófu niður steina og aðra hluti á yfirborði jarðar- innar með því að éta sig gegnum jörðina og losa sig við úrgang á yfirborðinu. Það eru aðeins sumar tegundir ánamaðka, sem losa sig við úrgangsefni á yfirborðinu, aðrir losa sig við þau neðan- jarðar í göngum þeim, er þeir grafa. í Englandi hafa menn reikn- að út, að magn það af úrgangsefnum, sem ánamaðkar leggja frá sér á yfirborði túns, nemi um það bil 23 tonnum á hverjum hektara árlega. Er þá ekki reiknað með því magni, sem maðkarnir flytja og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.