Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 og albúmín tegund, sem nefnist leukosín. Brúnþörungarnir mynda aðallega kolvetnin mannít og lamínarín, en rauðþörungarnir, blá- grænþörungarnir og fylkingin Euglenophyta eða dílþörungarnir, mynda liver sína tegund af mjölvi. Sumir rauðþörungar mynda auk þess einfaldari kolvetni. Þannig hefur fundizt mjög mikið af tví- sykrungum trehalóse hjá þörungum af ættkvíslinni Rhodymenia, eða allt að 15% af þurrefni. Sykur þessi sést stundum sem hvítir kristallar utan á plöntunum, þegar þær þorna. Mun þetta vera hin svokallaða hneita, sem oft situr utan á sölvum (Rliodymenia palmata), er þau liafa verið þurrkuð. En það eru fleiri efni, sem safnast fyrir í þörungum, og nokkur í svo miklu magni, að furðulegt er. Surnir þörungar, einkuin meðal rauðþörunga, safna í sig svo miklu kalki, að þeir líkjast nieir stein- tegundum en lifandi plöntum. Slíkir rauðþörungar eiga rnikinn þátt í uppbyggingu kóralrifjanna, jafnvel eins mikinn og sjálfir kórallarnir. Furðulegra er það þó, að sumir þörungar safna í sig mjög miklu al' kalíum og aðrir ótrúlegu magni af joði. Þannig getur kalíum-magnið í sumum brúnþörungum orðið 30 sinnum meira en í sjó. Því er það, að þari þykir svo góður til áburðar og kalíum (pottaska) var áður unnið úr þaraösku. Sumir vatnaþörungar eru hér þó tiltölulega afkastameiri. Getur kalíum-magnið í nokkrum þeirra orðið 4000 sinnum meira en er í vatninu umliverfis þá, enda þó að natríum- og kalsíum-magnið í þeim sé aðeins tvöfalt til Jnefalt meira en í vatninu. Aðeins fáurn árum eftir að joðið fannst, kom í ljós, að mjög mikið var af frumefni þessu í þörungum af ættkvísl- inni Laminaria. Var joð lengi vel unnið tir ösku þessara þörunga, og mun þarabrennslan liér á landi hafa byggzt á slíkum iðnaði. Hin sérkennilega þaralykt, sem finnst í fjörum, þegar lágsjávað er, staf- ar m. a. af joði, sem losnar úr þaranum, þegar af honum fjarar. Talið er, að joð-magnið í einstaka tegundum sæþörunga geti orðið allt að tíuþúsundfalt á við J)að, sem er í sjó. Þeir, sem Jmrrkað hafa ])ara- plöntur í pappír, kannast við Jjað, að pappírinn getur stundum orðið blár. Stafar Jrað af joðinu í þaranum og mjölvi, sem er stund- um í pappírnum, en þessi efni gefa bláan lit, er Jrau koma saman. Sérstaka athygli hefur brúnþörungaættkvíslin Desmarestia vakið fyrir J)að, Iiversu mikið Jæssir þörungar innihalda af sýrum. Al- geng tegund hér við land af þessari ættkvísl er fjörufaxið eða kerl- ingarhárið (Desmarestia aculeata).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.