Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 29
NÁTTÚ RUFK.ÆÐI NGURINN
73
yzta hólfinu, en notaði kuðunginn að öðru leyti sem Heyg til þess
að kljúfa sjóinn, og hefur á þann hátt náð miklum liraða aftur á
bak.
I grárri forneskju silúrtímans tók að bóla á nýrri fylkingu dýra,
sem átti sér mikla framtíð. Þessi fylking eru hryggdýrin. Elzti og
frumstæðasti flokkur þeirra, fiskarnir, urðu þá til. Þessir fyrstu
fiskar heimshafanna voru allir brjóskfiskar og í mörgu ólíkir fiskum
þeim, sem nú lifa. Sumir voru alþaktir sterkri brynju sér til varnar
gegn ofsóknum annarra sævarbúa. Þeir nelnast einu nafni skjald-
fiskar. Af svonefndum gljáfiskum var einnig mikið og sumir þeina
klæddust brynju b'kt og skjaldfiskarnir og í sama tilgangi og þeir.
Um svipað leyti, eða nokkru fyrr, koma háfiskarnir til sögunnar.
Þeir liafa þá og ætíð síðan verið einhverjir rnestu friðarspillar haf-
djúpanna og engu lífi þyrmt.
Fjölbreytni lífsins í sjó og vötnum á silúrtímanum var næstum
jrví unduisamleg. Auk dýranna liafa þá þróast fjölmargar tegundir
þörunga á grunnsævi og hvarvetna í fjörunni. Öll vötn Jressa tíma
liafa alið þroskamikinn gróður. Þessar plöntur silúrtímans eru for-
feður allra plantna á landi, því að einmitt þær, eða nokkrar Jreirra,
urðu í fyllingu tímans að landplöntum, sem síðan hafa Jrroskast og
margfaldast gegnum ótaldar aldaraðir, unz úr urðu Jrær voldugu
fylkingar plantna sem klæða löndin nú á tímum. Og sama máli
gegnir um dýrin, Jrví að allar )>ær fylkingar dýra, sem frá upphafi
vega hafa Jjreytt lífsskeið sitt á landi og í lofti, eiga ætt sína að
rekja til hinna fornu sævar- og vatnabúa silúrtímans.
Lanclnám lífsins.
Skipting láðs og lagar á fornöld jarðar var harla ólík því, sem nú
er. Allt Jrurrlendi að heita má skiptist Jrá í þrjú mikil landflæmi,
nefnilega Gondvanaland, Atlantis og svokallað Austurland. Fram-
an af öldinni voru lönd Jressi í meira lagi ömurleg. Þar var ekkert
líf af neinu tagi. Ekkert grængresi mildaði ógnþrunginn svip þess-
ara auðnarflæma, engin litfögur blóm brostu Jrar við geislum sólar,
engin skógartré lyftu krónum sínum mót himni og engin dýr reik-
uðu um merkurnar. Hvarvetna var nakin grjótauðn og dökkir sand-
flákar, þar sem vindurinn einn rauf þögnina.
En undir lok silúrtímans og á devontímanum urðu miklar breyt-
ingar á yfirborði jarðarinnar. Innri kraptar jarðskorpunnar kom-