Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 20
N Á T T Ú RUF R/F. Ð J N G U RIN N
dáðst að þessu, jafnframt því sem jeg hef borið kvíðboga fyrir, að þið ofbyðuð
lteilsu ykkar. Og nú, þegar öllu er vel og farsællega lokið, er mjer þetta hið
mesta gleðiefni, því það vekur Jtjá mér bjartar vonir um, að þið munið ekki
gefast upp þegar í stað, þó eitthvað mótdrægt beri að höndum; ekki leggja
árar í bát, þó inóti blási og á kraftana reyni, lieldur sækja róðurinn því
fastar, — vekur hjá mér vonir um að jhð munið jafnan sækja „áfram iengra,
ofar, liærra upp mót fjallsins háu brún“, þar sem víðsýnið skín og loftið er
lireinna.
Eftir aflri minni kynningu á ykkur, treysti jeg því, að jiið verðið jafnan
brekkusækin og sttm af ykkur meir en alment gjörist. Orðtak þeirra manna
er „Irærra, hærra“. Það sje og ykkar einkunnarorð. „Hærra, liærra“ í hvers-
konar manndáð og drengskap, Iiærra, liærra í samvinnu og Jrróðurliug til sam-
ferðamannanna, Iiærra, Jiærra í kæleik og lijálpfýsi til þeirra, sem bágt eiga
og minna mega sin, svo aldrei verði sagt um ykkur með sanni að jiið níðist
á lítilmagnanum, eða brjótist áfram með hnúum og linefum og leggið leið
ykkar yfir hamingjurústir og drepnar framtíðarvonir meðbræðra ykkar, því
sú leið liggur aklrei til sannrar hamingju, Jjó hún sýnist máske stundum leiða
til vegs og valda.
Hafið jretta jafnan hugfast, kæru vinir mínir. Leitist við af öllum kröftum
alla ykkar æfi að hnekkja hnefarjettinum, hvar sem hann kemur fram í smáu
eða stóru. Aðfarir heimsvaldhafanna um jressar mundir ættu að vera öllum
óspiltum mönnum um víða veröld liin sterkasta hvöt til þessa, og vekja hjá
Jieim megnasta viðbjóð á hverskonar ofbeldi, en aftur ætti líknarstarfsemi
mannvinanna, sem af frjálsum vilja fórna heilsu sinni og lífi á altari kærleik-
ans, til þess að líkna og græða og stilla til friðar, að hvetja menn til jiess
hópum saman að skipa sjer undir merki friðar- og kærleikshöfðingjans frá
Nazaret og hætta eigi fyr en hnefarjetturinn með öllu jrví ofbeldi og grimd,
sem honum fylgir, er tlæmdur og steypt af stóli, en mannúð og rjettlæti eru
hafin í hásætið; þá fyrst, og ekki fyr, getur verið um sanna menning að ræða,
sanna farsæld, sanna framför. —
Alt sem ekki er satt er frá jieim vonda. Þessvegna bið jeg ykkur, vinir
mínir, á jressari skilnaðarstundu, að hafa jafnan hugföst áminningarorð skálds-
ins okkar, sem nýlega er frá okkur horfinn: „Setjið sannleikann hátt“, látið
Iiann jafnan sitja að völdum í öllu líferni ykkar og breytni. Það er höfuð-
skilyrði fyrir Jiví að jjið getið orðið sannir menn, góðir menn, hamingjusamir
rnenn; ein lýgi, þó lítilfjörleg virðist og ósaknæm, getur spilt öllu lífi ykkar,
varpað skugga á alla ykkar lífsgleði, orðið sá ormur, sem ekki deyr, og sá
eldur, sem ekki sloknar.
Minnist þessara orða minna, ef jiið einhverntíma komist í þann vanda, að
lýgin ein, blekkingin, yfirskinið, virðist geta að haldi komið, og gleymið þá
ekki Jjessu vísdómsorði: „Sannleikurinn einn mun gjöra yður frjálsa" og um
leið sæla.
Úr ræðu Stefáns Stefánssonar við skólauppsögn 29. maí
1915. — Skýrsla um Gagnfrœðaskólann á Akureyri skóla-
árið 1914-1915, bls. 51-53.