Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 36
Náttúrufræðingurinn Fræin eru um 15,5 mm löng og 8,5 mm breið (6. mynd). Hlutfall lengdar og breiddar er því nálægt 1,86. Fræin eru breiðust neðan miðju og með þverskor- inn botn. Þau eru egglaga, en voru upp- haflega þríhliða áður en þau þrýstust saman vegna setlagafargs. Fræoddur- inn er frekar ávalur og snubbóttur og ekki ber mikið á griffli. Vængir liggja niður á við meðfram efri hluta fræsins. Hrútabeyki og AÐRAR TEGUNDIR Islensk beykiblöð, sem hér eru talin til hrútabeykis (Fagus gussonii), hafa áður fyrr verið talin til fleiri en einn- ar tegundar. Guðmundur G. Bárðar- son1 nefndi tvær beykitegundir úr setlögunum í Mókollsdal og voru þær ákvarðaðar af Svíanum A. G. Nathorst og talin til tegundanna Fagus antipofii Heer og Fagus macro- phylla Unger. Einnig lýstu Walter L. Friedrich og samstarfsmenn hans beykiblöðum úr sömu setlögum og nefndu Fagus sp. án þess að ákvarða þau til tegundar4, en Denk1’ taldi þessi blöð tilheyra Fagus antipofii. Teg- undalýsing Fagus antipofii er byggð á eintaki úr setlögum frá efri hluta ólígósen í Kazakhstan25 og eru blöð þessarar tegundar töluvert frábrugð- in þeim beykiblöðum sem hafa fund- ist í síðmíósen setlögum hér á landi; blöðkuformið er annað, hlutfall lengdar og breiddar er ólíkt og fjöl- di og þéttleiki hliðarstrengja ekki sá sami (2. tafla). Þá töldu M. A. Akh- metiev og samstarfsmenn hans stein- gerð laufblöð frá Hrútagili tilheyra núlifandi tegund, Fagus orientalis Lip- sky, sem vex í Litlu Asíu.5 Þar sem ís- lensku laufblöðin tilheyra formteg- und, sem var upphaflega lýst úr jarð- lögum, er varla unnt að ákvarða þau til núlifandi tegundar.24 Formfræði- leg einkenni benda til þess að ís- lensku laufblöðin séu innan marka breytileikans hjá hrútabeyki frá síð- míósen. Helsta einkenni tegundar- innar er öfugperulaga botnlægur hluti (neðri hluti) blöðkunnar.38'39 Hrútabeyki líkist mjög núlifandi skógarbeyki (Fagus sylvatica L.) frá Evrópu og Vestur Asíu, en einnig Fagus longipetiolata Seemen frá Austur Asíu. Skógarbeyki er frekar fjölbreytileg tegund og sýnt hefur verið fram á að hjá tegundinni finn- ast margvísleg blöðkuform39-40 eins og sjá má hjá hrútabeyki. Lögun laufblaða, stærð þeirra, blaðrendur og strengjakerfi, sem einkennir hrútabeyki úr íslenskum setlögum, er sambærilegt við það sem finnst hjá skógarbeyki og að hluta hjá teg- undunum Fagus longipetiolata og tannbeyki (Fagus crenata Blume) sem lifa í Austur Asíu. Engin út- dauð beykitegund er áberandi lík hrútabeyki, en laufblöðin virðast helst tengjast frekar stórum aldin- um sem tilheyra formtegundinni Fagus deucalionis.23 Aldin hrútabeykis frá Mókollsdal (12-13. mynd) eru frekar stór, en af 19 eintökum er aðeins eitt undir 14 mm, fjórtán eru milli 14 og 20 mm löng og fjögur eintök eru yfir 20 mm (allt að 25 mm). Það er eftirtektar- vert að stórvaxin aldin af þessari gerð hafa áður fundist með lauf- blöðum hrútabeykis.27-41-42 Flest aldin þessarar gerðar, sem lýst hefur ver- ið frá Islandi, hafa ekki verið ákvörðuð til tegundar heldur ein- ungis greind sem beyki (Fagus sp., sjá t.d. Friedrich o.fl. 19724). M.A. Akhmetiev og samstarfsmenn hans birtu mynd af steingervingi er þeir töldu vera beykialdin (Fagus sp.) frá Tröllatungu - Gautshamars setlaga- syrpunni5 (um 10 milljón ára), en frekari rannsóknir á þessu sýni, sem er geymt í safni Náttúrufræðstofn- unar Islands, bendir ekki til þess að um beykialdin sé að ræða. Þá lýsti W.L. Friedrich og samstarfsmenn hans4 (1972) og einnig M.A. Akh- metiev og hans samstarfsfólk5 ald- inum úr setlögunum í Hrútagili og greindu þau til beykis (Fagus sp.) án frekari tegundagreiningar. T. Denk gat einnig um tvö aldin úr sömu setlagasyrpu og taldi þau tilheyra Fagus antipofiiF Stærð og lögun ald- inlokanna og krókagerð aldinanna úr Hrútagili er líkast því sem finnst hjá skógarbeyki (Fagus sylvatica), tannbeyki (Fagus crenata) og Fagus longipetiolata þegar litið er til núlif- andi tegunda.23-31 MUNUR Á ARNARBEYKl OG HRÚTABEYKI Steingerð beykiblöð úr íslenskum setlögum hafa verið greind til að minnsta kosti sex mismunandi beykitegunda; Fagus antipofii, Fagus deucalionis, Fagus ferruginea fossilis, Fagus grandifolia fossilis, Fagus macrophylla og Fagus orientalis. Nýj- ar rannsóknir benda hins vegar ein- dregið til þess að laufblöð frá mið- til síðmíósen á íslandi tilheyri ein- ungis tveimur formtegundum. Akvörðun á einkennum laufblaða (2. tafla) leiddi í ljós að beykistein- gervingar sem fundist hafa í setlög- um hér á landi tilheyra arnarbeyki (Fagus friedrichii) og hrútabeyki (Fagus gussonii) (1. tafla).9 Frjógrein- ingar (3. og 4. tafla) úr helstu set- lagasyrpum Vestfjarða og Vestur- lands sýna að beyki óx hér á landi þegar setlög, sem eru annars vegar 15-13,5 ára og hins vegar 9-8 millj- ón ára gömul, voru að myndast. Ljóst er því að á íslandi finnast lauf- blöð, aldin, fræ og frjókorn, sem til- heyra beyki, í setlögum sem eru 15-13,5 milljón ára í Selárdal, Botni og Töflufjalli. Síðan er ekki vitað um beykileifar í setlögum hér á landi fyrr en í 9-8 milljón ára göml- um setlögum í Mókollsdal og þar fundust einnig laufblöð, aldin, fræ og frjókorn. Formfræðileg einkenni sem aðskilja arnarbeyki frá hrúta- beyki er meira lensulaga blöðku- form, fleiri hliðarstrengir (fjöldi hliðarstrengja á hverja 5 cm af mið- streng, sjá 14. mynd), eingöngu tannlægt strengjakerfi við blaðrönd og hvassari blaðoddur. Hrútabeyki einkennist af breytilegra formi blöðkunar, mun færri hliðarstrengj- um (færri hliðarstrengjum á hverja 5 cm miðstrengs, sjá 14. mynd), breytilegra strengjakerfi við blað- rönd og odd- eða inndregnari blað- oddi. Það virðist ljóst hvort heldur skoðuð eru laufblöð, aldin, fræ eða 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.