Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
14. mynd. Lengd blöðku á móti fjölda hliðarstrengja á hverja 5 cm miðstrengs. Svartir
þríhyrningar sýna arnarbeyki ("Fagus friedrichiij frá Þórishlíðarfjalli í Selárdal og Töflu í
Dýrafirði. Opnir kassar sýna hrútabeyki (Fagus gussonii) frá Hrútagiii í Mókollsdal.
Leitnilínur eru línulegar. Byggt á Friðgeiri Grímssyni og Denk 2005.9 - Ratios of length of
lamina to the number of secondary veins per 5 cm of primary vein. Black triangles refer to
specimens of Fagus friedrichii from Mount Þórishlíðarfjall in Selárdalur valley and from
Mount Tafla at Ketilseyri, open squares refer to specimens of Fagus gussonii from the
Hrútagil gully in Mókollsdalur valley. Format of the trendlines is linear.
frjókorn og einnig þegar haft er í
huga hvernig beyki dreifist í mis-
gömlum jarðlögum hér á landi á
efri hluta tertíers að um er að ræða
tvær aðskildar tegundir.
Uppruni og skyldleiki
BEYKITEGUNDA
Tíu núlifandi tegundir eru taldar til
beykiættkvíslar (Fagus) og hafa þær
samfellda útbreiðslu á norðlægum
slóðum og slitrótta í Evrópu, Vest-
ur og Austur Asíu, Mexíkó og aust-
urhluta Norður Ameríku.31 Ætt-
kvíslinnni er gjarnan skipt í tvær
undirættkvíslir, þar sem undirætt-
kvíslin Fagus kemur fyrir í Evrópu,
Asíu og Norður Ameríku, en undir-
ættkvíslin Engleriana er takmörkuð
við Austur Asíu.19'31 Beyki (Fagus)
hafði áður fyrr mun víðáttumeiri
útbreiðslu og mestan hluta nýlífs-
aldar var það áberandi þáttur í
plöntusamfélögum á norðlægum
slóðum (Sakhalin, Kamchatka,
Alaska, ísland).13'20'27'2843'44 Arnarbeyk-
ið úr setlögum í Þórishlíðarfjalli,
Botni og Töflu virðist tilheyra forn-
ri beykigerð sem hafðist við á norð-
lægum svæðum á efri hluta tertíer-
tímabils. Algengt einkenni þessara
laufblaða er að þau náðu mikilli
stærð. Aður fyrr voru laufblöð frá
norðlægum slóðum talin til Fagus
antipofii,20-43 en síðar kom í ljós að
þau tilheyra nokkrum mismunandi
tegundum.32'4546 Við rannsóknir á
beykiblöðum er mjög mikilvægt að
leggja áherslu á fjölda og þéttleika
hliðarstrengja og þverstrengja svo
og gerð strengjakerfis eða blaðrand-
arinnar þegar greina skal til teg-
unda (sjá 2. töflu). Þannig fann A.l.
Chelebaeva46 að beykiblöð í setlög-
um á Kamchatka frá seinni hluta
ólígósen og fram á miðhluta míósen
höfðu þéttskipaða hliðarstrengi,
ásamt miklum fjölda þverstrengja á
hvern sentimeter af hliðarstreng og
því greindi hún blöðin til nýrrar
tegundar, Fagus evenensis. Þar að
auki benti hún á að eintökin líkjast
mjög laufblöðum núlifandi beyki-
tegunda, Fagus japonica Max-
imowicz og Fagus engleriana
Seemen, en þær tilheyra báðar und-
irættkvíslinni Engleriana. Það gæti
bent til þess að Fagus evenensis end-
urspegli þróunarleið frá undirætt-
kvíslinni Fagus til undirættkvíslar-
innar Engleriana, sem hefur ein-
göngu fundist núlifandi. Hins vegar
líkjast öll þau eintök arnarbeykis
(Fagus friedrichii), sem fundist hafa
hér á landi, núlifandi Fagus grandi-
folia, en hún tilheyrir undirættkvísl-
inni Fagus. Aðrar norðlægar út-
dauðar formtegundir, sem hafa ver-
ið greindar fyrst og fremst eftir lauf-
blöðum, hafa margar hverjar óvenju
stór blöð, t.d. Fagus salnikovii, en eru
frábrugðnar arnarbeyki þegar form-
fræðileg einkenni eru skoðuð nánar
(2. tafla). Laufblöð tilheyrandi
hrútabeyki (Fagus gussonii) frá
Hrútagili er varla unnt að aðgreina
frá suður evrópskum eintökum af
hrútabeyki. Þetta kemur á óvart
þegar litið er til mikillar fjarlægðar,
bæði yfir lönd og haf, milli íslands
og aðalútbreiðslusvæðis tegundar-
innar sem var á Grikklandi, Ítalíu
og norðurhluta Spánar. Er þetta
ekki síst athyglisvert þar sem ísland
var líklega þegar orðin eyja töluvert
áður en þessi beykitegund skaut
hér rótum. Á hinn bóginn eru
nokkrar tegundir sameiginlegar í
plöntusamfélögum í setlögum frá
síðmíósen á Islandi og Suður Evr-
ópu, má þar nefna elritegundirnar
Alnus cecropiifolia (Ettingshausen)
Berger og Alnus gaudinii (Heer)
Knobloch & Kvacek ásamt væng-
hnotutegundinni Pterocarya aff.
fraxinifolia (Lam.) Spach.47 Þar að
aukið auki finnst hrútabeyki á Is-
landi og í Suður Evrópu á mörkum
útbreiðslusvæðis beykis í Evrópu
og Vestur Asíu á síðari hluta tertí-
ers, á svæðum sem einkennast af
nálægð við úthöf og úthafsloftslag.
Því gæti útbreiðsla hrútabeykis hafa
verið bundin við þessi jaðarsvæði
þar sem tegundin varð undir í bar-
áttunni við mið-evrópsku beykiteg-
undina Fagus haidingeri Kováts (til
þeirrar tegundar eru nú einnig tald-
ar tegundirnar Fagus silesiaca
Walther & Zastawniak og Fagus pli-
ocenica Saporta),27 en hún náði víð-
áttumikilli útbreiðslu í Evrópu og
Vestur Asíu. Núlifandi beykiteg-
undir sýna þó nokkra skörun í út-
liti, einkum þegar litið er til lauf-
blaða.31 Því er ekki hægt að útiloka
að laufblöð hrútabeykis úr setlög-
um frá síðmíósen í Suður Evrópu og
99