Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 50
Náttúrufræðingurinn Vatnsból (7) Vatnsból (9) Vatnsból (10) Vatnsból (11) Vatnsból (8) lýðslind Landakotsbrunnur Vatnsból (6) Vatnsból (1) Melkotshola Prentsmiðjupósturinn Vatnsból (2) Vatnsból (5) Vatnsból (4; Teitslind ■Thomsensbrunnur Zimsenspóstur / y—Vatnsból (3) Skólabrunnur Vatnsból (13 Hannesarbæjarhola Skálholtskotslind Stekkjarkotshola Móhúsahola Sölvhóislind Nikulásarkotslind Móakotslind Frostastaðalind Vatnsból (12) Barónspóstur Vatnsból (15) Vatnsból (14) 1. mynd. Vatnsból í Reykjavík um aldamótin 1900. Myndin er úr bókinni Reykjavík, sögustaður við Sund, Lykilbók eftir Einar S. Arn- alds (bls. 69). smiður, kaupmaður og bóndi, fékk fyrst árið 1887 land neðst suðaustan í Skólavörðuholti og í Norðurmýri til ræktunar. Síðar, eða árið 1891, fékk hann land með erfðafesturétti suðvestan í Rauðarárholti og byggði þar upp býlið Sunnuhvol - nálægt Háteigsvegi. Góður brunnur var á Sunnuhvoli, alls 32 álnir að dýpt (þ.e. nærri 20 metra djúpur). A Sunnuhvoli var ekki aðeins vatns- leiðsla frá brunni og í húsið heldur baðker og vatnssalerni - það fyrsta í Reykjavík.’ Ibúar í Reykjavík voru 1. nóvember 1901 alls 6682.6 VATNSMÝRIN Loks kom sá tími að mörgum ágæt- um mönnum varð ljóst að þörfin fyrir hreint og ómengað vatn fyrir bæjarbúa var orðið brýnt nauð- synjamál - ekki aðeins mál til þess að svæfa í bæjarstjórninni vegna þess kostnaðar sem úrbótum myndi fylgja, heldur til þess að tryggja heilsu bæjarbúa og gæði matvæla sem unnin voru í Reykjavík. Það voru þeir Guðmundur Björnsson (1864-1937), þá héraðs- læknir í Reykjavík en síðar land- læknir, og Þórhallur Bjarnarson (1855-1916) biskup í Laufási sem mest beittu sér fyrir því að íbúar Reykjavíkur fengju um síðir kalt vatn frá öruggu vatnsbóli.4 Þeir voru báðir í bæjarstjórn og til þess að gera langa sögu stutta fengu þeir þar samþykkt að leitað yrði eftir kunnáttumanni frá Englandi. Ensk- ur verkfræðingur að nafni Mr. Hooper kom hingað og kannaði að- stæður. Best leist honum á að bora austarlega í Vatnsmýrinni, vestan við Öskjuhlíðartaglið, og hafði hann þá m.a. í huga almennar og augljós- ar jarðfræðilegar aðstæður og reynslu heimamanna af góða brunninum hjá Landakoti. Bæjarstjórn Reykjavíkur leitaði til Danans Marius Knudsen sem var borverktaki (Firma Marius Knud- sen) í Óðinsvéum (Odense). Marius Knudsen (boreingenior) kom við sögu þegar borað var eftir köldu vatni 1907-1908 fyrir geðsjúkrahús í Árósum og aftur 1914-1915, en þá átti hann heima í Svejbæklund.7 Hann sendi hingað höggbor og van- an brunnborara að nafni J. Hansen, sem var fæddur í Bogense á Fjóni 27. september 1864.8 Höggborinn og J. Hansen komu til Reykjavíkur í september 1904 og byrjað var að bora laugardaginn 1. október. Eftir öllum líkum var bor- 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.