Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Alexandrine drottningu (1879-1947),
ríkisstjóm og miklum mannfjölda.
Ein myndin frá athöfninni er tekin
til suðurs í átt að Vatnsmýrinni. A
200 ára afmæli kaupstaðarréttinda
Reykjavíkur í ágúst 1986 var sýning
á Kjarvalsstöðum á gömlum mynd-
um úr sögu Reykjavíkur. Meðal
myndanna var áðurnefnd mynd frá
júní 1926. Myndin sýnir gleði og
stolt viðstaddra yfir framförum
landsins, en auk þess má sjá Gullbor-
inn á hertni.
Fáeinum árum eftir sýninguna á
Kjarvalsstöðum fann Kristján Sæ-
mundsson (f. 1936), jarðfræðingur á
Orkustofnun, jarðlagasnið af einni
holunni frá 1904-1905 í Gullmýri og
gaf mér afrit af (2. mynd). Kristján
fann jarðlagasniðið meðal gagna
sem Þorkell Þorkelsson (1876-1961)
fyrrum veðurstofustjóri hafði safn-
að saman.
í ferðalagi sagnfræðinga til Græn-
lands í júní 1996 frétti ég hjá Helga
Mána Sigurðssyni (f. 1953), þá sagn-
fræðingi á Arbæjarsafninu, að til
væri kort hjá embætti Borgarverk-
fræðingsins í Reykjavík sem sýndi
gullleitarholu í Gullmýrinni - frá
1922. Auðvitað náði ég mér í kortið
þegar heim kom. Mikið rétt - holan
er greinilega merkt á kortið og með
hnitum. Bolli Skúlason Thoroddsen
(1901-1974), sem var lengi bæjar-
verkfræðingur í Reykjavík, hafði þá
landmælt holutoppinn.
Vorið 2004, þegar ljóst var að
flutningur Hringbrautar til suðurs
ofan í Gullmýri og Vatnsmýri, var
að hefjast fórum við Kristján Sæ-
mundsson og Hilmar Sigvaldason
(f. 1947) eðlisfræðingur á Orku-
stofnun á vettvang fyrir sunnan
gamla Laufásveginn og vestan
Flugvallarveg til þess að freista þess
að finna staðinn eftir hnitunum. Við
höfðum heppnina með okkur og
hnitin leiddu okkur að Gullholunni
sunnan við leikskólann Sólbakka.
Fóðurrörið náði rúman metra upp úr
jörð. Eg giska á að verkamenn bæjar-
verkfræðings hafi komið þessu fóð-
urröri fyrir sama sumar og Bolli
landmældi holuna (5. mynd).
Undirritaður var svo viðstaddur á
annan í hvítasunnu og tók margar
myndir þegar skurðgröfustjóri á
beltagröfu frá verktakafyrirtækinu
Háfelli hf. hífði rörið upp úr mýr-
inni og hreinsaði ofan af klöppinni.
Vorið 2005 eru komin undirgöng
undir nýju Hringbrautina í Gull-
mýrinni, þar sem holan og Sólbakki
voru áður. Sólbakkahúsið er nú
austur í Rangárvallasýslu; norðan
Suðurlandsvegar og austan Land-
vegar hjá Vegamótum í landi
Meiritungu í Holtum.
Heimildir
1. Þættir úr sögu Reykjavíkur. Félagið Ingólfur, Reykjavík 1936. 288 bls.
2. Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns. III. Sögufélag 1982. Bls.
264.
3. Þorgils Jónasson 1989. Jarðboranir á íslandi. Óútgefin BA-ritgerð í
sagnfræði við Háskóla íslands. 95 bls.
4. Knud Zimsen 1952. Úr bæ í borg. Helgafell. 460 bls.
5. Guðjón Friðriksson 1983. Togarasaga Magnúsar Runólfssonar skip-
stjóra. Örn og Örlygur. 186 bls.
6. Tölfræðihandbók 1984. Hagstofa íslands. Bls. 21.
7. http://museum-psyk.dk/admin/662.asp.
8. íbúaskrá Reykjavíkur 1904.
9. Pétur Jónsson og Þorgils Jónasson 2004. „Vélvæðing til sjós og lands.
Tækniminjar á Þjóðminjasafni." Bls. 204-213 í: Hlutavelta tímans.
Menningararfur á Þjóðminjasafni (ritstj. Ámi Björnsson). Þjóðminja-
safn íslands. 424 bls.
10. Alþingismannatal 1845-1995. Skrifstofa Alþingis 1996. 638 bls.
11. Júníus H. Kristinsson 1983. Vesturfaraskrá 1870-1914. Sagnfræði
stofnun Háskóla íslands. 492 bls.
12. Manntalið í Reykjavík 1910. Reykjavík 2003. Bls. 498.
13. Vestur-íslenzkar æviskrár I. Akureyri 1961. Bls. 289.
14. íslenzkar æviskrár F-í. Reykjavík 1949. Bls. 370.
15. Landeyingabók. Gunnarshólmi, A-Landeyjum 1999. Bls. 34.
16. Knud Zimsen 1952. Úr bæ í borg. Helgafell. Bls. 102.
17. Sveinn Þórðarson 1998. Auður úr iðrum jarðar. Bls. 255 í: Safn til Iðn-
sögu íslendinga 12 (ritstj. Ásgeir Ásgeirsson). Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík. 656 bls.
18. íbúaskrá Reykjavíkur 1906 og 1910.
19. Jón Birgir Pétursson 1975. Meyvant á Eiði; bóndinn og bílstjórinn. Örn
og Örlygur, Reykjavík. 156 bls.
20. Jón G. Jónatansson 1954. Örlaganornin að mér réð; ævisaga Þorsteins
Kjarvals. Helgafell, Reykjavík. 160 bls.
21. Eggert Þór Bernharðsson 1984. Gullæðið í Reykjavík. Sagnir 5.
108-116.
22. Lögberg 22. árg. 1908. Tbl. 32.
23. Lögrjetta 3. árg. 1908. Tbl. 29.
24. Árni Óla 1954. Gull í Vatnsmýrinni. Gamla Reykjavík, sögukaflar. ísa-
foldarprentsmiðja, Reykjavík. Bls. 173-178.
25. Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Aðfaranúmer 3289. Bréf Knud Zimsen
borgarstjóra frá 16. apríl 1922.
26. Sigurbjöm Þorkelsson 1969. Himneskt er að lifa: Áfram liggja sporin.
Sjálfsævisaga III. Leiftur, Reykjavík. 404 bls.
27. Verkfræðingatal. 3. útgáfa. Ritstj.: Jón E. Vestdal. Verkfræðingafélag
íslands, Reykjavík 1981. Bls. 216-217.
28. Guðmundur G. Hagalín 1970. Eldur er beztur - saga Helga Hermanns
Eiríkssonar og aldahvarfa í íslenzkri iðnþróun. Skráð eftir sögn hans
sjálfs og ýmsum öðrum heimildum. Iðunn, Reykjavík. 283 bls.
29. Bréf Guðmundur J. Hlíðdals frá 24. aprfl 1922 til Málmleitar (í safni
höfundar).
30. Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Aðfaranúmer 3289. Bréf Helga Hermanns
Eiríkssonar frá 2. jan. 1923 til bæjarstjórnar.
31. Guðmundur G. Bárðarson 1931. Gullið í Esjunni. Náttúrufræðingurinn
1. 91-95.
32. Steingrímur Jónsson 1929. Jarðborunin við Þvottalaugarnar. Bráða-
birgðaskýrsla. Reykjavík 15. nóvember 1929 (í eigu höfundar).
33. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Aðfaranúmer 3289. Bréf Sigurðar Jóns-
sonar frá 27. apríl og 11. nóvember 1922 til Bæjarstjómar Reykjavíkur.
34. Gagnagrunnur Orkustofnunar í Reykjavík.
35. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar um ferðir þeirra á
íslandi árin 1752-1757. 2. bindi. Örn og Örlygur, Reykjavík 1975. Bls.
179-180.
36. Guðmundur Halldórsson & Jón Sigurjónsson 1987. Hitun húsa; rit
Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (55). 292 bls.
UM höfund
Þorgils Jónasson (f. 1948) lauk BA-prófi í sagn-
fræði við Háskóla íslands vorið 1989. Hann hef-
ur unnið á Orkustofnun frá 1. október 1970.
PÓSTFANG HÖFUNDAR/ÁUTHOR'S ADDRESS
Þorgils Jónasson
j@os.is
Orkustofnun
Grensásvegi 9
108 Reykjavík
117