Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 58
Náttúrufræðingurinn Sturla Friðriksson JÁRNHÓLKAR í DRUMBABÓT 1. mynd að ofan. Sturla Friðriksson og Grétar Guðbergsson við gildan birkistofn sem grafinn er í öskulaginu í Drumbabót. Ljósm. Borgþór Magm'isson, maí 2006. 2. mynd til vinstri. Brot úr járnhólkum og stönglar klóelftingar á sandinum í Drumbabót. Ljósm. Borgþór Magmtsson. Avordögum 2006, þann 28. maí, fórum við þrír félagar að skoða fornar skógarleifar í Drumbabót úti á Þveráraurum í Fljótshlíð. Auk greinarhöfundar voru í ferðinni þeir Borgþór Magn- ússon vistfræðingur og Grétar M. Guðbergsson jarðfræðingur. í bót- inni gat að líta birkilurka sem varð- veist hafa í þéttri ösku. Líklegt er talið að jökulhlaup sem varð við umbrot í Kötlu skömmu fyrir land- nám, eða fyrir um 1200 árum, hafi eytt skóginum í Drumbabót.1 Á þeirri tíð hefur því gróskumikill skógur vaxið á aurunum. Áður hef- ur verið greint frá rannsóknum á þessum skógarleifum í erindum og ritum þeirra Ólafs Eggertssonar, Óskars Knudsens og Hjalta J. Guð- mundssonar. Með árhringjagrein- ingu á drumbunum hefur verið sýnt fram á að rétt fyrir landnám hefur þarna vaxið þróttmikill skógur við loftslag sem líkst hefur góðviðristímabilinu hér á landi á ár- unum 1930-1940. Kom þetta fram þegar árhringir drumbanna voru bornir saman við hringi birkitrjáa úr Bæjarstaðaskógi.2'3 118 Náttúrufræðingurinn 74 (3—4), bls. 118-119, 2006

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.