Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 65

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 65
Náttúrufræðingurinn Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufarsannáll 2005 Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir tóku saman Árið 2005 var stórtíðindalaust á hinu náttúrufarslega sviði, tíðarfar í betra meðallagi og engin stórmerki, hvorki til lands né sjávar. Ymislegt gerðist þó frásagnarvert svo sem sjá má af eftirfarandi annál. Árferði Samkvæmt veðurfarsupplýsingum Trausta Jónssonar á Veðurstofu íslands var árið 2005 hagstætt en þótti þó fremur umhleypingasamt. Tíðarfar var talið heldur lakara en næstu þrjú árin á undan enda voru það mikil góðviðrisár. Hiti var þó vel yfir meðallagi svo munaði víðast hvar 0,6 til 0,9 gráðum. Meðalhiti í Reykjavík var 5,06°C, eða 0,75°C yfir meðallagi áranna 1961-1990. Á Akureyri var meðalhitinn 3,92°C sem er 0,63°C ofan meðallags. Urkoma var neðan meðallags um sunnan- og vestan- vert land. í Reykjavík mældist hún 743 mm, eða um 7% undir meðallagi tímabilsins 1961-1990, og var árið hið þurrasta í Reykjavík síðan 1995. Norðanlands var úrkoma meiri að tíltölu; á Akureyri reyndist hún 562 mm, sem er 15% umfram meðallag. Mesta sólarhrings- úrkoman mældist í Kvískerjum í Öræfum eins og svo oft áður, eða 218,8 mm þama 15. október. Þetta er töluvert neðan við úrkomumetið á Kvískerjum frá 2002 þegar sólarhringsúrkoman mældist 293,3 mm. Árið var sólríkt, einkum suðvestanlands. Sólskins- stímdir í Reykjavík mældust tæplega 1548 og eru það Hellakönnuöir í hinum miklu hellis- göngum í Búra. (Ljósm. Björn Hróars- son). Árlega finnast nýir hraunhellar á hraunasvæðum landsins. Oftar en ekki er það fyrir tilstilli félaga í Hellarannsóknafélagi íslands. Sjaldgæft er að stórir hellar finnist, en þó hafa miklir hellar og hella- kerfi fundist í Skaftáreldahrauni á rmdanförnum árum. Sumarið 1992 fann Guðmundur Brynjar Þor- steinsson niðurfall og helli inn frá því í Leitahrauni. Hann komst þó ekki nema 30-40 m mn, þar enduðu hellisgöngin í grjóthruni. Guð- mrmdur reyndi að komast í gegn um haftið en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann gaf hellinum nafnið Búri og svo liðu 13 ár. í maí 2005 skoðaði Björn Hróarsson hella- kömruður Búra ásamt félögum úr gönguhópnum Ferli. Þeim tókst að kornast inn fyrir grjóthrrmið og þá komu í ljós miklar hraunhvelfingar, ísmyndanir, fagrar hrauntraðir og flest það sem prýða má slíka hella. Helliriim endaði síðan í 17 m djúp- um hraunsvelg. Búri er að sögn með tilkomumestu hraurthellum landsins, 980 m langur og víður bæði og hár. 125

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.