Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Gróðurfar og frjómagn
Talsvert bar á nálskemmdum af völdum frostþurrka á
sígrænum jurtum á Héraði seinni hluta vetrar. Skemmd-
imar voru einkum á stafafuru en einnig á fjallaþin,
rauðgreni og fleiri tegundum. Einnig sá talsvert á
krækilyngi og sortulyngi.
Landnám nýrra plantna hefur gengið hratt á Systra-
skeri frá því það fór að koma upp úr Breiðamerkurjökli
haustið 2000. Engirtn gróður sást á skerinu haustið 2002
en í ágúst 2005 höfðu 15 tegundir háplantna fest þar
rætur.
Það voraði vel og frjótíminn fór snemma af stað. í
Reykjavík voru frjókom í loftinu nær alveg frá því
mælingar hófust um miðjan apríl fram til 31. ágúst,
þegar fyrsti frjókomalausi dagur sumarsins kom. Flest
urðu þau 26. júlí þegar 194 reyndust í rúmmetranum en
á þeim tíma voru grasfrjó í hámarki.
Á Akureyri náðu frjókom hámarki strax 7. júní, þegar
blómgun birkis var í algleymingi og birkifrjó fleiri en
mælist að jafnaði á heilu sumri. Grasfrjó komu nokkuð
sleitulaust fyrir frá 18. júní fram til 26. ágúst. Þau náðu
hámarki þann 7. ágúst þegar frjótalan varð 292, en fór
alls sex sinnum yfir 100 á sumrinu.
Dýralíf
Hryggleysingjar
Hunangsflugur voru óvenjusnemma á ferð. Þann 23.
mars fréttist af fyrstu flugunum í Reykjavík og í lok
mánaðarins bárust fregnir af hunangsflugum víða á
landsbyggðinni. Eftir kuldakafla í byrjun apríl hurfu
hunangsflugumar og fóru ekki á kreik fyrr en þeirra
venjulegi tími var kominn, það er um 20. apríl.
Lítið bar á flækingsfiðrildum fram eftir haustinu. Um
miðjan október varð breyting þegar hlýr loftmassi frá
Evrópu bar með sér fjölskrúðugt safn fiðrilda. Á Kví-
skerjum í Öræfum safnaðist mikill fjöldi í þar til gerðar
ljósgildrur. Bar þar mest á skrautyglum (Phlogophora
meticulosa), gammayglum (Autographa gamma), garð-
yglum (.Agrotis ipsilon) og dílayglum (Perisoma sauciá)
auk annarra tegunda, m.a. aðmírálsfiðrildi (Vanessa
atalanta). Engin þessara tegunda er líkleg til að lifa af
hinn íslenska vetur.
Glókolli (Regulus regulus) fækkaði verulega veturinn
2004/2005 eftir mikla fjölgun frá því hann hraktist
hingað til lands í stórum stíl haustið 1995. Á þessum 9
árum náði fuglinn að dreifa sér nánast um allt land og
var búinn að leggja undir sig nær öll svæði sem talist
gátu varpkjörlendi hans, en það eru grenilundir og
þroskaðir lerkiskógar. Mildir vetur midanfarin ár og
fjöldi sitkalúsa og annarra vágesta í trjám hafa
sennilega stuðlað að fjölgun glókolls frá því hann nam
hér land. Líklegt er að kuldatíð og ætisskortur hafi að
sama skapi átt mestan þátt í aflrroði hans. Sumarið
2005 fréttíst aðeins til glókolls á fáeinum stöðum á
landinu, en þessi minnsti spörfugl Evrópu er þó enn
fremur algengur í barrhmdum við Hallormsstað.
íslenski glókollastofninn náði hámarki sumarið 2004 en
snemma vetrar sama ár virðist hann hafa hrunið (a.m.k. á
Suður- og Vesturlandi) og ekki náð sér síðan. Sumarið 2005
fréttist aðeins af glókollum á fáeinum stöðum á landinu
samanborið við árið á undan.
Fáir geitungar voru á kreiki í byrjun sumars. Var það
í samræmi við spádóma frá haustinu 2004 þegar ljóst var
að sór hluti holugeitunga og að nokkru leyti tijágeitunga
drapst áður en þeim tókst að framleiða nýja kynslóð
drottninga fyrir næsta sumar. Getgátur eru um að dauða
geitunganna megi rekja til sveppa og sýklagróðurs í
búunum vegna mikils raka í kjölfar hitabylgju síð-
sumars.
Sandrækja (Crangon crangon) greindist í fyrsta sinn við Álftanes í
maí. Við nánari athuganir kom í ljós að rækjan hafði sennilega
numið hér land nokkrum árum fyrr en náð að festa búsetu sína
og dreifa sér um stórt svæði vestanlands á hlýindaskeiði
undanfarinna ára. Sandrækjan er algeng á grunnsævi meðfram
ströndum Evrópu. Um fund sandrækjunnar var fjallað í
Náttúrufræðingnum, 74. árg. 1.-2. hefti, 2006.
Sandrækja (Crangon crangonj Ljósm.: Höskutdur Björnsson
127