Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 4
Snjóflóð og SNJÓFLÓÐAVARNIR Snjóflóð eru þær náttúruhamfarir sem kostað hafa flest mannslíf hér á landi allt frá landnámi. Tjón á mannvirkjum og eignum hefur orðið að sama skapi mikið. Talið er að 100-200 manns hafi farist í snjóflóðum á hverri öld og á þeirri öld sem nú er að líða er tala fórnarlambanna komin á annað hundr- að. Afdrifaríkustu snjóflóð okkar tíma eru: Snjóflóðið í Hnífsdal árið 1910; þá fórust 20 manns. Snjóflóðahrinan í Hvanneyrar- hreppi 1919; 18 fórust. Snjóflóðið í Goðdal í Bjamarfirði 1948; 6 fórust. Snjóflóðin á Neskaupstað 1974; 12 fórust. Krapahlaupin á Patreksfirði 1983; 4 fórust. Snjóflóðið í Súðavík í janúar 1995; 16 fórust. Að lokum snjóskriðan mikla á Flateyri í október 1995; þar létust 20 manns. Síðasti áratugur aldarinnar er þegar orðinn eitt mesta snjóflóðatímabil Islands- sögunnar. Það á raunar ekki við um ísland eitt því síðasti vetur, veturinn 1999, var einn skæðasti snjóflóðavetur í Evrópu í manna minnum. Hérlendis hafa yfir 40 manns farist á þessu árabili. Þekking okkar á náttúrunni, byggingartækni 20. aldarinnar, háþróuð leitartækni, öflugur björgunarbúnaður og þrautþjálfaðar björgunarsveitir hafa ekki kveðið niður þá vá sem fólgin er í snjóflóðum. En stóratburðir síðustu ára hafa valdið straumhvörfum í viðhorfi manna til þessa náttúruafls. Þau felast í því að menn horfast í augu við hættuna staðráðnir í að bægja henni frá. Nú skal ekki lengur litið fram hjá vandanum eða honum sópað undir teppið. Bestu dæmin um hin nýju viðhorf eru í Súðavík og á Flateyri. A fyrrnefnda staðnum var byggðin hrein- lega flutt til en á þeim síðarnefnda voru reist gríðarmikil varnarmannvirki. Þessar aðgerðir voru umdeildar, svo sem eðlilegt má teljast, því hér var um að ræða nýjung sem kostaði stórfé og breytti svipmóti byggðar og lands; auk þess var ekki sjálfgefið að vandinn væri þar með leystur. En varnar- og leiðigarðarnir á Flateyri hafa þegar sannað gildi sitt með eftirminnilegum hætti. Því er lýst í afar athyglisverðri grein hér í þessu riti. Af umræddri grein má draga þá ályktun að þótt vandinn sem við er að glíma vegna snjóflóðahættu sé mikill er hann ekki óyfir- stíganlegur. Hættumat hefur verið gert í fjöl- mörgurn byggðarlögum og það er fyrsta skrefið. Næst þurfa sveitarstjórnir að endur- skoða skipulag viðkomandi byggða og grípa til þeirra aðgerða sem duga að bestu manna yfirsýn. Víða geta varnarvirki verið skynsamleg lausn, annars staðar getur þurft að tlytja byggð frá afmörkuðum svæðum. Og menn sitja ekki auðum höndum, því nú, þegar þessi orð eru skrifuð, er verið að vígja varnargarða gegn snjóflóðum á Siglul'irði. Snjóflóð eru umhverfisþáttur sem taka verður fullt tillit til í norðlægu og fjöllóttu landi og til þess að það sé hægt verður að byggja á þekkingu á náttúrufari, mælingum og rannsóknum. Við munum seint eða aldrei komast algerlega hjá mannskaða af völdum snjóflóða. Aukin ferðamennska að vetri, útivist, fjallgöngur og skíðaiðkun, gera það að verkum að aldrei verður fullkomnum vörnum við komið. Hið raunhæfa markmið, sem stefna þarf að, er að verja bæi og byggðarlög svo að ekkert heimili sé á hættusvæði. Árni Hjartarson. 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.