Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 10
4. mynd. Horft yfir Flateyri úr gilkjaftinum í um 200 m hœð yfir sjó neðan Skollahvilftar. Útlínur flóðanna 21. febrúar 1999 (blá heildregin lína) og 26. október 1995 (rauð slitin lína) hafa verið dregnar á myndina, þar með talin lína sem afmarkar ummerki flóðsins á garðinum. Gilbrúnirnar að austan og vestan eru skýrðar með svörtum brotnum línum. Útlínur varnargarðanna eru skýrðar með mjóum punktalínum. Ljósm.: Tómas Jóhannes- son, 22. febrúar 1999; tölvuteikning: Gísli Kristjánsson. til þessara áhrifa er skriðlengd snjóflóðsins í febrúar samt veruleg. I síðustu línu 1. töflu er gróft mat á fjölda ára sem vænta má að líði að meðaltali á milli flóða sem ná jafnlangt eða lengra en flóðin 1999 og 1995 (Tómas Jóhannesson 1998). Aætlað er að snjóflóð svipað flóðinu í febrúar 1999 geti fallið u.þ.b. einu sinni á hverjum 10-30 árum að meðaltali þegar til langs tíma er litið, en þekkt eru flóð með áþekka eða meiri skriðlengd árin 1936, 1938-1940,1953, 1963-1965 og 1974, auk flóðanna 1995 og 1999. Það verður því að teljast nokkur tilviljun að slíkt flóð falli á varnargarðana strax á fyrsta vetri eftir vígslu þeirra. Til samanburðar er áætlað að snjó- flóð líkt því sem féll í október 1995 geti fallið að meðaltali einu sinni á hverjum 100-200 árum. Sjá mátti ummerki flóðsins hátt upp á leiðigarðinn eins og sýnt er á 2. mynd, sem sýnir bæði hæð efstu ummerkja sem sýnileg voru á garðinum og hæð flóðsnævar í tungunni við garðfótinn eftir að flóðið stöðvaðist. Flóðið flæddi meðfram garðin- um á um 400 m löngum kafla og um 13 m upp á garðinn þar sem það fór hæst. A þeim stað voru um 4 m frá efstu ummerkjum að toppi garðsins. Gert er ráð fyrir að efstu ummerkin hafi myndast þar sem yfirborð hins þétta kjarna snjóflóðsins náði hæst eða skammt ofan þess. Ummerki flóðsins á garðinum sjást á 4. mynd sem tekin er ofan úr hlíðinni niður yfir garðinn og eyrina. ÁHRIF LEIÐIGARÐSINS OG SAMANBURÐUR VIÐ HÖNNUNARFORSENDUR HANS Enda þótt snjóflóðið í febrúar 1999 sé aðeins um þriðjungur af rúmmáli flóðsins í október 8

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.