Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 14
1. mynd. Imynduð staða jökuls og lóns í mynni Norðurárdals í lok jökulskeiðs. Tölvuteikning eftir Sturlu Þórsson, unnin úr loftmynd eftir Mats Wibe Lund. Hefur aðrennsli þess einkum verið um Norðurársvæðið en einnig vestan Hrauns- nefsaxlar. I jökullón þetta hefur hlaðist upp allmikið botnset, sem nú myndar hvarfleir í lægstu jarðvegslögum' dalsins. Má víða greina þessi leirlög í bökkum Norðurár og í ýmsum farvegum lækja sem falla í ána. Á vesturbakka Hraunar, nokkuð ofan við fossinn, má sjá þess konar þverskurð af 1,5 m þykkum leirlagastafla með um 150 hvörfum. Liggur þessi hvarfleir undir jökulruðningi (2. mynd). I miðjum staflanum er eitt hvarfið áberandi þykkast, um 10 cm. Það árið hefur verið stórllóð í lóninu. Smám saman hefur yfirfallsvatnið fundið sér leið út úr þessu lóni. Sopi af því seytlaði niður lægðina, þar sem þjóðvegurinn liggur nú, og hefur grafið sér rás niður undir Stekkinn í landi Grafarkots og fallið í farveg Norðurár ofan við Kálfhyl. Meira vatnsmagn hefur samt komið niður um Laxfoss undan sameinuðum jökultungum Norðurár og Þverárjökla. Jökultungan hefur sorFið drag niður um ásana og myndað hjallann vestan við Myrkhyl neðan veiðihússins. Hafa þar verið vatnsrásir undir ísnum sem opnuðust í miklu porti. Um tíma lá jökulsporðurinn við Hvararhyl og gróf jökulvatnið þar hyl í bergið. Jökultungan færðist ofar og sagan endurtók sig við Stokkhyl. Lengst lá jökullinn þvert yfir Almenninginn, þar sem ileiri jökulstreymi mættust. Beljaði þaðan jökulvatnið fram í fossi, sem gróf Myrkhylinn. Nú er þarna djúpur hylur í Norðurá og mikil gljúfur, sem áin hefur grafið í gegnum þessa ása allt niður undir Grafarlækinn. Hefur þessi gröftur gerst í áföngum, eins og að framan greinir. Og ég tel sennilegt að þessi Norðurárgljúfur hafi að einhverju leyti sorfist úl við jökulhlaup úr lóninu. 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.