Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 16
3. mynd. Sandsteinn úr harðnaðri gosösku íjaðri Arnarbœlis. íbaksýn sér á Hraunsnefsöxl og Grábrók til vinstri. Ljósm. Sturla Friðriksson. og upp úr ísnum. Gígaop keilunnar eru með hraunkleprum og virðast þau óskert af þeim jökli sem umlukti eldstöðina. Gos þarna í miðjum dal í lóni og sennilega við jökulrönd hefur væntanlega komið af stað vatnsflaumi sem ætt hefur niður um ásana og kann vel að hafa aukið gröftinn í gljúfri Norðurár við Myrkhyl. Hefur þá orðið jökulhlaup úr lóni dalsins og mikið jökulflóð ruðst niður gljúfrin. Vel geturþykka leirlagið í Hraunár- stabbanum einmitt hafa myndast í þessu gosi. Dyngja þessi hefur um skeið stíflað dalinn. þannig að sérstakt Ión hefur myndast ofan hennar og náð upp undir Króksfoss. ■ HÆKICUÐ SjÁVARSTAÐA Fyrir tæpum 10.000 árum hafði verulega gengið á jöklana. Hækkað hafði í úthöfum og þá flæddi sjór langt upp á það land sem þurrt var í lok jökulskeiðs. Féll þá sjór langt inn í Norðurárdal og yfir svæði gamla jökullónsins. Sjávarmörk má nú víða sjá uppi í miðjum hlíðum dalsins (4. mynd). Rétt sunnan við bæinn Svartagil er flatt hamraborð ofan á einum ásnum sem sjór hefur klappað út. Víða eru brimþrep og mar- bakkar í 60-80 m y.s. Sjást þau í hjöllum vestan Hallarmúla. Eggjahorn, sem er á landamærum jarðanna Hallar og Einifells, hefur þá verið nöf sem sjórinn hefur svarrað við. Utar hafa verið boðar, þar sem nú er svonefndur Fálkaklettur og Grenborg í Einifellslandi. Sjávarbjarg með lábörðu grjóti er ofan við Grafarkotsbæinn, vestan þjóðvegar, og sæbarinn klapparrani er í landi Einifells nokkuð fyrir neðan Hvararhyl. Einnig hefur þá safnast sjávarsandur og fallið í varið framan við klappir og nes. Sést þessi fíni sandur nú t.d. norðan við bæinn á Svartagili í um 60 m y.s. Ekki eru nein merki þess að sjór hafi náð upp í efri hluta Norðurárdals ofan Sveina- tungu. Þar eru urðarranar ósléttaðir af vatni. Hæstu sjávarmörk virðast vera uppi við Krók f um 80 m y.s. Fyrir neðan Sanddalsá eru lárétt malarþrep sem líkjasl fornum marbökkum, og þannig er landið víða neðar í 14

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.