Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 25
1600 Fjöldi vísindamanna Number of scientists 3. mynd. Dreifing tilvitnana; jarðvísindamenn. - Distribution of citations, geological scientists. Adrir vísindamenn Sérstök áhersla var lögð á að kanna tíðni til- vitnana í verk eldri vísindamanna, en áréttað skal að samanburður við yngri vísindamenn er ekki raunhæfur þar eð skráning tilvitnana nær aðeins aftur til 1945. Einkar athyglisvert er að finna má 186 tilvitnanir í verk Bjama Sæmundssonar og 88 í verk Þorvaldar Thor- oddsen og er enn vitnað til þeirra á seinni árum. Af öðrum látnum vísindamönnum má telja (án röðunar) Jón Eyþórsson með 83 tilvitnanir, Steindór Steindórsson 35, Helga Pjeturs(son) 26, Finn Guðmundsson 73 og Árna Friðriksson með 85 tilvitnanir. Tvær konur utan hæstu 30 raunvísinda- manna má nefna sérstaklega, Laufeyju Steingrímsdóttur með 186 og Hrefnu Sigur- jónsdóttur með 178 tilvitnanir. Meðal annarra sem eru hættir störfum má nefna Pál Bergþórsson með 166 tilvitnanir. Langvirkni Auk heildartölu er mjög áhugavert að líta á ein- stök ár og hversu lengi er vitnað í einstök verk (4. mynd og 4. tafla). Hjá flestum vísinda- mönnum er tilvitnanatíðnin mest í upphafi starfsferils en fer síðan hægt lækkandi. Hvað merkilegastan má telja vísindaferil Björns Sigurðssonar (BS á línuriti), en næstum 40 árum eftir fráfall hans er enn vitnað í verk hans 30^10 sinnum á ári og t.d. 90 sinnum árið 1979,20 árum eftir lát hans. Á 4. mynd má einnig sjá hvernig tilvitnanir í verk manna ná ákveðinni tíðni en fjara síðan út (EV á línuriti) og hætta jafnvel alveg meðan þeir eru enn við störf'. í þriðja lagi má sjá hraða aukningu tilvitnana hjá ungum vísindamanni (UV á línuriti) sem kemur fram á sjónarsviðið með áhugaverð verk. Enn er vitnað í verk Lárusar Einarsonar nokkrum sinnum á ári, um 30 árum eftir lát hans, og elsta tilvitnunin er í grein hans frá 1932, 67 árum eftir að hún var birt (Lárus Einarson 1932). Elstu tilvitnanir eru í verk Þorvaldar Thoroddsen frá 1892 (Þorvaldur Thoroddsen 1892) og Bjarna Sæmunds- sonarfrá 1897 (Bjarni Sæmundsson 1897). Á 4. töflu má sjá tilvitnanatíðni árin 1989- 1998 hjá 20 efstu vísindamönnunum á því tímabili. ■ ÁLYKTUN Science Citation lndex er að sjálfsögðu ekki einhlítur mælikvarði á gildi vísindaverka, en könnunin sýnir góða samsvörun við almenna þekkingu á störfum þekktustu vísinda- 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.