Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 30
1. mynd. Langskurður af aldini punktasvepps, með pyngjum. Um tóljföld stœkkun. Teiknað með hliðsjón afmynd eftir Tulasne 1863. Eftir þetta hefur punktasveppur ekki fundist á Droplaugarstöðum, þó að oft hafi verið gáð að sveppum, og má því telja nokkuð víst að hann vaxi þar ekki lengur. Þann 28. ágúst 1978 safnaði Hörður Kristinsson þessari tegund á hrossaskít við Möðrufellshraun í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði og notaði hluta þess sýnis til kennslu í líffræðiskor Háskóla Islands, þar sem hann var prófessor. Sýnið (eða hluti þess) er nú geymt í sveppasafni N.í. á Akureyri. Annars hefur punktasveppur ekki fundist hér á landi, hvorki fyrr né síðar, svo vitað sé. Sveppsins hefur ekki verið getið á prenti hérlendis nema í Sveppakveri mínu 1979. Líklega hefur hann alltaf verið fágætur en er nú að líkindum aldauða í landinu, eins og víða annars staðar í Evrópu. Geta má þess að báðir fundarstaðir punktasveppsins eru í innsveitum á norð- austurhluta landsins, þar sem loftslag er landrænast hérlendis, og hafa fleiri sveppir og ýmsar plöntur svipaða útbreiðslu. NANAR UM PUNKTASVEPP Punktasveppur til- heyrir þeim flokki asksveppa er kallast pyngjusveppir eða skjóðusveppir (Pyr- enomycetes), en þeir einkennast af flösku- laga eða punglaga ask- hirslum, sem kallast pyngjur (skjóður). Þær eru oftast á kafi í undir- laginu, sem vanalega er lifandi eða dauður vefur háplantna sem sveppirnir vaxa á eða í. Sumir mynda þó beðju (stroma), eins konar aldin, sem askhirslurn- ar (pyngjurnar) vaxa í, og þannig er því varið með punktasveppinn. Aldin punktasvepps eru kíllaga, með flatri, ljósgrárri skífu að ofan, sem er 0,5-1,5 sm í þvermál, og 1-2 sm löngum, dökkgráum fæti eða „rót“, sem er vanalega á kafi í taðinu sem hann vex á. Pyngjur eru perulaga, dökkgráar, á kafi í aldinvefnum, og koma mynni (op) þeirra fram sem svartir punktar á yfirborði skífunnar, en af því er fræðinafn sveppsins dregið (Poronia af gríska orðinu poros = gat; punctata af latneska orðinu punctum = punktur, díll) og eftir því er hann nefndur á flestum tungum. Askgróin eru baunlaga 18- 26 x 7-12 p.m, sótbrún og þakin hlaup- kenndum hjúp. Punktasveppur vex á hrossataðskögglum sem hafa veðrast í nokkra mánuði og eru orðnir gráir eða hvítir og hér á landi hel'ur hann aðeins fundist í graslendi. Vanalega er töluvert mikið af honum þar sem hann vex; öll taðhrúgan (og jafnvel fleiri en ein hrúga) undirlögð og mörg aldin á hverjum köggli. Aldinin eru nokkuð varanleg og má því finna þau á öllum tímum ársins, en líklega vaxa þau mest á vorin eða haustin. 28

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.