Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 35
2. mynd. Við sprenginguna lögðust tré á stóru svœði á hliðina. Nœst sprengimiðjunni sviðnuðu þau eiimig eða brunnu. Ljósmyndin er tekin 1953. hvolfið eins og veggur og því verður árekstur hlutar- ins við gufuhvolfið mjög harður. Talið er að hlutur- inn sem þarna var á ferðinni hafi sprungið vegna höggs- ins í um 8 km hæð. Orkan sem þessu fylgir svarar til um 13 megatonna af TNT, eða um 650 kjarnorku- sprengna eins og þeirrar sem varpað var á Hiro- shima. Hér er þó sá regin- munur á að ekki fylgir slíkum himnasendingum geislavirkt úrfelli, þótt sprengikrafturinn sé um- talsverður. Dagana á undan sprengingunni höfðu menn í Norður- og Vestur-Evrópu furðað sig á óvenjubjörtum nóttum. í Danmörku sáu menn t.d. ástæðu til að geta þess í dag- blöðum að lesbjart hafi verið á miðnætti um mánaðamótin júní-júlí, en slíkt er ekki vana- legt á þeirri breiddargráðu. Sumir hafa getið sér þess til að þarna gæti hafa verið um að ræða áhrif frá hala halastjörnu, sem jörðin hafi farið inn í skömmu áður en halastjarnan sjálf rakst á jörðina (Rasmussen 1997). Um það er þó ekkert vitað með vissu. RANNSÓKNIR Vegna þess hversu afskekkt Tunguska- svæðið er var fyrsti leiðangurinn á staðinn ekki farinn fyrr en árið 1927, eða nærri tuttugu árum eftir atburðinn. Leiðangurinn var undir forystu Leonid Kulik frá Moskvu, sem margir telja upphafsmann loftsteina- rannsókna Rússa. Kulik og samstarfsmenn hans höfðu tal af sjónarvottum sem stað- festu að skógareldar hefðu logað dagana eftir sprenginguna, að hreindýr hefðu fallið og að einn hirðingjanna hefði sviðnað á bakinu - svo nærri var hann sprengingunni. Vitað er um tvö dauðsföll tengd sprenging- unni. Annars vegar þeyttist hirðingi 12 me- tra undan þrýstibylgjunni og lenti á tré. Hann lést af völdum áverkanna. Hins vegar fékk aldraður hirðingi áfall er tjaldbúðir fjölskyldunnar fuku um koll í einni svipan (Gallant 1994). Það var þó ekki fyrr en leiðangursntenn komu á sprengistaðinn sjálfan að ljóst varo hversu gríðarlegur atburður þarna hafði orðið. Ekki var erlitt að finna sprengimiðjuna sjálfa; fallin trén vísuðu veginn. Enginn sprengigígur fannst þó, né heldur leifar af hlutnum sem sprakk. Alls féllu tré á rúmlega 2000 ferkflómetra skóglendi og l'uðraði um helmingur þess einnig upp. Fjölmargir leiðangrar hafa verið gerðir til Tunguska frá árinu 1958 (Gallant 1994). Aldrei hefur þó tekist að finna brot úr hlutnum og því er enn ekkert vitað með vissu um eiginleika hans. I síðari leiðöngrum hafa einnig verið tekin jarðvegssýni víða á Tunguska-svæðinu og leitað gaumgæfilega í þeim að ummérkjum eftir loftsteina. Slík ummerki gætu t.d. verið óvenjuhátt hlutfall af frumefninu iridín. Einn rússneskur leiðangur taldi sig hafa l'undið slík ummerki í torfi upp úr 1980, en ekki hafa þær niðurstöður verið staðfestar. Rasmussen og félagar (1997) leituðu einnig fanga í grænlenska ískjarnanum. Við sprenginguna hefðu leifar hlutarins, sem sprakk í töluverðri hæð, átt að dreifast meira og minna unt allt norðurhvel jarðar, en það höfðu menn m.a. lært af tilraunum með kjam- orkusprengingar. Það var því augljóst að eitthvað af leifunum hefði átt að lenda á 33

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.