Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 42
móðurbróðir Charles - Josiah Wedgwood yngri, taldi honum hughvarf og Darwin sigldi frá Davenport á Beagle á þriðja í jólum 1831. Ferðinni lauk nærri fimm árum síðar, 2. október 1836, þegar skipið kom til hafnar í Falmouth. Samkvæmt flestum heimildum réðst Dar- win á skipið sem náttúrufræðingur leiðangursins. Hið sanna mun vera að hann hafi verið ráðinn sem félagi skipstjórans. (Gould (1991) bendir á að skipslæknirinn hafi í upphafi leiðang- ursins gegnt stöðu náttúrufræðings en Darwin síðar tekið við starfinu.) Vegna harkalegrar stéttaskiptingar leyfðist kapteinum í flota Vilhjálms fjórða ekki að matast með skipshöfnum sínum né blanda á annan hátt við þær geði. Þess voru dæmi að þeir misstu vitið af einsemd á langsiglingum og því var leitað eftir manni af nógu háum stigum til þess að FitzRoy skipherra á herskipinu Beagle gæti verið þekktur fyrir að umgangast hann. En hvað sem þessu leið vann Darwin ötullega að rannsóknum og söfnun gagna í leiðangrinum. Færni hans í reiðmennsku, skotfimi og öðrum íþróttum kom honum að miklu gagni á erfiðum könnunarferðum. Hann kannaði jarðmyndanir og sannfærðist um réttmæti samfellukenningar Lyells. Hann varð vitni að jarðskjálfta á sjó úti fyrir strönd Chile, rannsakaði gerð kóralrifja, safnaði sýnum af steindum og bergi og af núlifandi og steingerðum dýrum og skráði athuganir sínar vandlega. Aður var talið að hugmyndin um þróun tegundanna hefði kviknað í huga Darwins meðan hann var á Beagle. En þeir sem skoðað hafa minnisbækur hans úr leið- angrinum hallast nú að því að svo hafi ekki verið. Darwin rannsakaði til dæmis dýralíf á Galápagoseyjum, klasa eldfjalla- eyja við miðbaug á Kyrrahafi, um 1000 km út af vesturströnd Ekvadors. Á mörgum þessara eyja lifa einstæðir spörfuglar, galapagosfinkurnar („finkur Darwins"), sem nútíma flokkunarfræðingar telja ýmist til ættar með auðnutittlingi eða snjó- tittlingi. Darwin færði það fram sem rök fyrir þróun tegundanna að hver tegund af finkum lifir aðeins á einni eyju eða á nokkrum nálægum eyjum, en tegundirnar eru mjög áþekkar. Sama er að segja um fleiri fuglategundir á eyjunum og risaskjaldbökur sem einnig er þar að finna. Darwin taldi að upphaflega hefðu finkurnar allar verið af sömu tegund og skjaldbökurnar sömuleiðis. Síðan hefði munurinn komið fram við þróun eftir að dýrin einangruðust hvert á sinni eyju, fremur en að drottinn hefði skapað sína tegundina af hverri af mjög líkum tegundum til búsetu á einstökum eyjum. Meðan Darwin var á Galápagoseyjum hirti hann ekki alltaf um að skrá á hvaða eyju hver finka væri veidd. Við úrvinnsluna eftir að heim var komið þurfti hann stundum að komast að því eftir krókaleiðum, svo sem út frá dagsetningu á sýnunum eða hvaða sýni önnur hefðu verið tekin um leið. Þetta bendir ekki til þess að hann hafi í leiðangrinum verið farinn að safna rökum til stuðnings þróunarkenningu. (Beagle kom ekki til Galápagos fyrr en á síðasta ári ferðarinnar, 1836.) Eftir heimkomuna vann Darwin úr gögnum leiðangursins, sumum með hjálp sérfræð- inga, og birti í nokkrum bókum og ritgerðum næstu tíu árin. Augu hans opnuðust brátt fyrir því að skýra mætti margt er varðaði samanburð á líkamsgerð og fósturþroskun dýra, flokkun lífvera, útbreiðslu tegunda og sögu lífs á liðnum skeiðum jarðsögunnar ef gert væri ráð fyrir því að tegundirnar væru ekki óbreytanlegar heldur hefðu breyst og þróast f tímans rás. Hér skal getið nokkurra röksemda sem Darwin færði fyrir þróun tegundanna: Otiíreiðsla tegundanna Athugana Darwins á afskekktum úthafs- eyjum er þegar getið. Hann benti líka á það að á aðskildum meginlöndum lifa ólíkar tegundir dýra við áþekk skilyrði, löguð að þeim á sambærilegan hátt, til dæmis emúi í Ástralíu, strútur í Afríku og nandúi í Suður- Amerrku, stórir, ófleygir fuglar (strútfuglar) er lifa á gresjum á svipuðum breiddar- gráðum. Á hinn bóginn fann Darwin í Suður-Ameríku tvær tegundir af nandúum og skilur fljótið Rio Negro í Argentínu að 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.