Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 45
Sjálfstæðar tegundir O 9 q—o—p o Afbrigði sömu tegundar '0 Upphafleg tegund sunds eins og seiði venjulegrar salamöndru. Ljóst er að þessi líkamsgerð er í enguni tengslum við þá lífshætti sem bíða dýrsins, né heldur er þetta aðlögun að aðstæðum fóstursins. Tálknin verða aðeins skýrð sem aðlögun að lífsvenjum forvera alpa- möndrunnar; þau eru endurtekning á skeiði í þroskun þeirra." (Uppruni tegundanna, 14. kafli.) Flokkunarkerfið Margt í því flokkunarkerfi sem líffræðingar höfðu komið upp fyrir daga Darwins verður auðskildara ef gengið er út frá sameigin- legum uppruna tegundanna. Annað í kerf- inu hefur síðar verið endurskoðað með hlið- sjón af þekkingu manna á skyldleika flokk- unardeildanna. Darwin hélt því fram að milli tegunda og afbrigða væri aðeins stigsmunur: Ef saman eru bornir flórulistar frá Stóra- Bretlandi, Frakklandi eða Bandaríkjunum sem ýmsir grasafræðingar hafa tekið saman, koma í ljós furðumargar gerðir sem einn lelur fullgildar tegundir en annar llokkar sem afbrigði. Hr. H.C. Watson, sem ég stend í þakkarskuld við fyrir margs kyns aðstoð, hefur bent mér á 182 breskar plöntur sem yfirleitt eru taldar afbrigði en grasa- fræðingar hafa einnig flokkað sem tegundir. (Uppruni tegundanna, 2. kafli.) 14. mynd. Vensl afbrigða og tegunda. Darwin leit á afbrigði sem tegundir í mótun. Á myndinni má sjá hvernig þrjár tegundir greinast af einni. Fyrst greinast af upphaflegu tegund- inni þrír stofnar, afbrigði sem enn geta átt saman afkvœmi þótt þau geri það ef til vill ekki. Síðan verður munurinn of mikill til þess að kynblöndum geti orðið og nú má líta á stofnana sem sjálfstœðar tegundir. Engin skýr mörk eru samt milli af- brigða og tegunda. (Eftir Bowler 1984.) ÚRVAL NÁTTÚRUNNAR Darwin var ljóst að ekki þýddi að setja fram kenningu um þróun tegundanna nema skýring væri gefin á því hvernig hún hefði farið fram. Af minnisbókum hans4 má ráða að hann hafi framan af velt fyrir sér ýmsum skýringum en smám saman hneigst að kenningunni um úrval náttúr- unnar eða náttúrlegt val (natural selec- tion): Öllum tegundum er áskapaður breyti- leiki sem gengur að einhverju leyti að erfðum. Sífellt á sér stað lífsbarátta, barátta fyrir tilverunni (struggle for life, struggle for existence), og þeir einstak- lingar sem best eru lagaðir að umhverfinu hafa best skilyrði til að lifa og koma upp afkvæmum (framgangur hinna hæfustu, survival of the fittest). Darwin sá tegundarhugtakið í nýju ljósi. Áður iniðuðu flestir tegundina við fræðilega grunngerð (,,týpu“) sem allir einstaklingar hennar ættu að mótast af. En Darwin leit á tegundina - líkt og Buffon hafði raunar gert hundrað árum fyrr - sem safn einstaklinga 4 Minnisbækur Darwins (Notebooks) voru gefnar út á árunum 1960 til 1979 með skýringum ýmissa fræðimanna. Sjá heimildaskrá hjá Bowler 1984. 43

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.