Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 48
skrifaði hann Darwin bréf og lýsti í því þróunarkenningu sinni. Darwin brá að vonum þegar hann las hugsanir sínar, jafnvel settar fram með sömu orðum, í riti annars manns. Hann hugðist í fyrstu afsala sér höfundarrétti að kenning- unni en féllst svo á það, fyrir áeggjan Hook- ers og Lyells, að vinna áfram að henni, enda kominn mun lengra í að útfæra hana en Wallace. Hooker og Lyell sendu vfsindafélagi Linnés í Lundúnum (Linnaean Society) kenningu Wallaces, eins og hún birtist í bréfi hans, ásamt útdrætti úr ritgerð Darwins frá 1844 og úr bréfi hans til Grays 1857. Kenningin var þannig kynnt í nafni Wallaces og Darwins 1. júlí 1858 á fundi félagsins sem hvorugur þeirra sat. Ekki virðist hún hafa vakið verulega athygli ef marka má það sem forseti félagsins skrifar í ársskýrslu, að árið 1858 einkennist ekki af neinum merkisuppgötvunum sem valdið hafi byltingu á nokkru fræðasviði. Bréf Wallaces varð til þess að Darwin flýtti birtingu kenningar sinnar. Hann tók saman það sem hann hafði unnið og gaf út á bók næsta ár. UPPRUNI TEGUNDANNA Bókin, sem bar hinn langa titil On the Origin of Species by Means of Natural Selection or the Preservation of Favoured Races in the Struggle for Life, kom út í Lundúnum 24. nóvember 1859. Upplagið, 1250 eintök, seldist samdægurs upp hjá útgefanda, John Murray, og höfundur fór að vinna að gerð nýrrar útgáfu. Bókin vakti mikla athygli og ákafar deilur. Fulltrúar kirkju og kristni litu margir á kenninguna sem tilræði við þann boðskap heilagrar ritningar að maðurinn væri skapað- ur í guðs mynd. En það væri samt mikil ein- földun að líta á þau átök sem urðu um þróun- arkenninguna sem uppgjör milli trúar og vís- inda. Hin raunverulegu átök voru milli vísindamanna, sem að vonum voru ekki allir reiðubúnir að fallast á þessa nýju kenningu. Þó er talið að mikill meirihluti náttúru- 17. mynd. Thomas Henry Huxley. (Radio Times Hulton Picture Library.) fræðinga á Bretlandi - og sjálfsagt víðar á Vesturlöndum - hafi snúist til fylgis við þróunarkenninguna áður en liðinn var ára- tugur frá því að bókin kom út, þótt ekki féll- ust allir á skýringar Darwins á úrvali náttúrunnar sem aflvaka hennar. Viðhorf til trúmála höfðu samt áhrif á af- stöðu margra fræðimanna til þróunar- kenningarinnar. Má þar minna á Agassiz, sem viðurkenndi að vísu sumar skýringar Darwins en fékkst þó ekki til að fallast á þróunarkenninguna í heild. Og annar af höfundum kenningarinnar, Wallace, sætti sig ekki við að mannsandinn hefði þróast án íhlutunar drottins. Margir þeirra sem fyrstir snerust til fylgis við Darwin höfðu hins vegar verið ósáttir við þær takmarkanir sem sköpunar- kenningin setti þeim og sáu í hinni nýju kenningu skýringu sem þeir höfðu saknað. f þessum hópi var Thomas Henry Huxley (1825-1895), enskur líffræðingur (17. mynd) og afi höfundar Brave New World. Þeir Dar- win urðu snemma vinir og Darwin Ieitaði 46

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.