Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1999, Qupperneq 49
álits Huxleys áður en hann birti „Uppruna tegundanna". Eftir að ritið kom út varð Huxley málsvari þróunarkenningarinnar á fjölda funda og hlaut fyrir það auknefnið „bolabítur Darwins". Sjálfur kom Darwin aldrei fram á mannamótum. Frægustu ræðu sína í þágu þróunar- kenningarinnar hélt Huxley á fundi í Hollvinasamtökum vísinda á Bretlandi (Brit- ish Association for the Advancement of Sci- ence) í Oxford 1860. Á fundinum hugðist Samuel Wilberforce biskup kveða niður hina háskalegu þróunarkenningu og beindi meðal annars þeirri spurningu til Huxleys hvort apinn hefði verið í móðurætt hans eða föðurætt. Þegar Huxley hafði svarað öðru í ræðu biskups mælti hann: Ef ég ætti að svara því, hvort ég kysi fremur að afi minn hefði verið vesæll api eða maður sem náttúran hefði allt vel gefið og væri í virtri áhrifastöðu en beitti gáfum sínum og valdi til þess að gera alvarlega vísindalega rökræðu hlægilega - þá kysi ég hiklaust apann. (Tilvitnun sótt í Encyclopædia Britannica.) „Uppruni tegundanna" kom út í sex útgáfum, hin síðasta 1872. Auk þess skráði Darwin þrjú rit um einstök atriði er snertu þróunarkenninguna. Þekktast þeirra er „Ætterni mannsins og val tengt kynferði" (The Descent ofMan and Selection in Rela- tion to Sex) er út kom í tveimur bindum 1871.7 í „Uppruna tegundanna“ leiddi Dar- win hjá sér að fjalla um manninn en að sjálfsögðu gerðu andstæðingar þróunar- kenningarinnar ætterni hans að meginmáli. Þegar kenningin var að mestu farsællega í höfn treystist Darwin til að fjalla sérstaklega um þennan þátt hennar. Eins og flestir menntaðir Vesturlanda- menn á þessum tíma gekk Darwin út frá því að hvíti maðurinn væri mun fremri ýmsum „óæðri“ kynþáttum og hann gat seint lofað nýlendustefnu Breta nógsamlega og þá blessun sem hún leiddi yfir mannkyn í fortíð 7 Hin eru Tlie Variation of Animals and Plants Under Domestication („Breytileiki húsdýra og nytjaplantna", 1868) og The Expression of the Emotions in Man and the Animals („Hvernig menn og dýr tjá tilfinningar", 1872). og framtíð. Hér verða skýringar Darwins á uppruna mannkyns ekki raktar, enda bættu þær fáu við kjarnann í þróunarkenningu hans. Darwin fékkst líka við ýmislegt sem kom þeirri kenningu ekki beinlínis við. Má þar nefna síðasta rit hans (1881) er fjallaði um ánamaðka og áhrif þeirra ájarðveg. í trúmálum gerðist Darwin efahyggju- maður. Seint á ævinni lýsti hann viðhorfum sínum svo: Það getur ekki skipt nokkum mann máli nema mig sjálfan, hvað mér finnst. En fyrst þér spyrjið, þá játa ég það, að ég er oft á báðum áttum í þessum efnum... En hversu mikið, sem trúarhugmyndir tnínar hafa sveiflast, hefi ég aldrei verið guðleysingi í þeim skilningi að neita tilveru Guðs. Ég hugsa mér helst, og því meir sem ég verð eldri, að efasemdatrú væri réttasta lýsingin á trúarlífi mínu. (Chancellor 1981, bls. 185; þýðing Steindórs Steindórssonar.) Darwin gekk að eiga frænku sína Emmu Wedgwood árið 1839. í farsælu hjónabandi ól hún bónda sínum tíu börn og komust sjö á legg. Hann fór fljótlega að kenna sjúkleika sem hrjáði hann til æviloka. Hraustmennið sem stundaði íþróttir í skóla og stóð fyrir erfiðum rannsóknaferðum á heimsreisunni varð sjúklingur sem á stundum gat lítið sem ekkert unnið og var háður umhyggju konu sinnar. Darwin dró sig út úr skarkala heimsins og settist 1842 að á sveitasetri í Kent þar sem hann helgaði sig ritstörfum. Hann lést 19. apríl 1882 og var jarðsettur í Westminsterkirkju í Lundúnum innan um konunga og annað stórmenni Bretaveldis. Margir hafa velt fyrir sér veikindum Darwins. Læknar fundu enga skýringu á þeim meðan hann lifði. Síðar skýrðu sál- greinendur þau sem afleiðingu af ómeðvit- uðu og bældu hatri í garð ráðríks föður, ellegar ödípusarduld vegna þess að Darwin hefði með þróunarkenningu sinni gengið af föður okkar allra á himnum dauðum. Öllu jarðbundnari læknar hafa bent á að öll einkenni sjúkdómsins - meltingartruflanir, vanlíðan, svefnleysi og að lokum hjarta- bilun er dró Darwin til dauða - koma heim og saman við einkenni chagassýki, sem orsak- 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.