Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 50
18. mynd. Lombroso taldi húðflúr (,,tattóveringu“) einkenni á fæddum glœpamönnum. A handlegg þessa vandræðamanns er skráð „ Ógœfumaður “, og á limnum stendur „Kemst hvarvetna inn“. (Gould 1981.) ast af frumdýri í ætt við svefnsýkisýkilinn og berst með biti skortítu, sem vitað er að Darwin komst í tæri við í Suður-Ameríku. Vísindamenn uppgötvuðu ekki frumdýrið, Trypanosoma cruzi, fyrr en aldarfjórðungi eftir lát Darwins. Nú þykjast menn sem rýnt hafa í minnis- bækur Darwins sjá þess merki að einkenni sjúkleikans hafi komið fram áður en hann sigldi tii Suður-Ameríku svo hér er enn rúm fyrir vangaveltur. PÓLITÍSK ÁHRIF ÞRÓUNARKENNINCARINNAR Fulltrúar margra og ólíkra stjóm- málastefna hafa sótt rök í kenn- ingu Darwins. Oheftur kapítalismi hefur verið rökstuddur með því að samkeppni milli rnanna væri nátt- úrulögmál, jafnframt því sem stríð hefur (stundum af sömu aðilunt) verið réttlætt sem heilbrigð sam- keppni milli þjóða, þrátt fyrir þau höft sem það leggur á einstak- lingana. Sósíalistar hafa haldið því fram að þau dýr hafí komist lengst sem þróað hafi með sér samhjálp og samvinnu. Mannbótastefnan (eugenics) gengur út á að hægt sé að bæta mannkynið eða einstaka stofna þess með því að ýta undir fjölgun hinna hæfustu en draga úr viðkomu miður hæfra vanmeta- manna. í því skyni voru menn í síðari flokknum á ákveðnum skeiðum á fyrri hluta þessarar aldar vanaðir í Bandaríkjunum, í Skandinavíu og í Þriðja ríkinu þýska. Þá hefur þróunarkenningin verið notuð til að réttlæta fals- kenningar um „æðri“ og „óæðri“ kynþætti. Strax og kenning Darwins hlaut almenna viðurkenningu, þegar leið á nítjándu öldina, sóttu menn í hana skýringu og réttlætingu á ýmsu í samfélagi manna langt umfram það sem líffræðileg rök gáfu tilefni til. Misskipting auðs og valds var skýrð út frá kjörorðinu „fram- gangur hinna hæfustu“, þar sem sam- keppnin var ekki aðeins milli einstaklinga heldur lfka milli misstórra hópa manna, svo sem fjölskyldna, ættflokka eða þjóða8. Þessi stefna, sem nefnd hefur verið „félags- darwinismi" (Social Darwinism) og sótti margt til hugmynda Herberts Spencers, náði mestri útbreiðslu í Bandaríkjunum. Einn 8 Malthus taldi samt ekki að fátæktin væri ódyggð heldur réðu aðstæður efnalegri afkomu manna. 48

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.