Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 51
þekktasti boðberi hennar, William Graham Sumner (1840-1910), prófessor í stjómmála- hagfræði og félagsvísindum við Yale- háskóla, skrifaði þetta: Vér getum tekið frá þeim sem betur hafa komist af og gefið þeim sem lakar eru settir og dregið þannig úr misréttinu. Með því myndum vér stuðla að framgangi hinna óhæfustu á kostnað frelsisins. Tekið skal fram að hér er aðeins um tvo kosti að velja, annars vegar frelsi, misrétti og framgang hinna hæfustu, hins vegar ófrelsi. jafnrétti og framgang hinna óhæfustu. Fyrri kosturinn bætir þjóðfélagið og styður við bestu þegna þess; hinn síðari dregur þjóðfélagið niður og gagnast öllu úrhraki þess. (Tilvitnun sótt í Oldroyd 1983, bls. 215.) Áður en fengin var erfðafræðileg skýring á þróun - og því miður einnig síðar - voru kynþættir manna taldir misþróaðir. Hvítir Vesturlandabúar stóðu að vonum efst í stiganum. Næstir komu hvítir undirmáls- menn, svo sem slavar og Tyrkir, þar á eftir mongólar, indíánar og aðrir gul- og móleitir kynþættir, og neðstir að sjálfsögðu blá- menn. John Langdon Haydon Down, yfirlæknir á hæli fyrir þroskahefta á Englandi á síðari hluta 19. aldar, taldi vistmenn hafa sigið mis- langt niður þróunarstigann. Sumir líktust mongólum um útlit og andlegt atgervi, aðrir voru malajalegir, indíánalegireða negralegir. Af þeim hafa aðeins hinir mongólalegu haldið velli („mongólítar") en eru samt nú orðið oftar kenndir við yfirlækninn en mongólakynstofninn, því kvillinn er nefnd- ur downsheilkenni, og ljóst er að honum veldur lítill aukalitningur. Hafa enda fundist „mongólítar“ hjá mongólum og öðrum kyn- þáttum manna, sem og hjá simpönsum. Annar læknir, ítalinn Cesare Lombroso (1835-1909), rataði í svipaðar ógöngur við túlkun þróunarkenningarinnar. Rétt eins og Down sá í skjólstæðingum sínurn afturhvarf til frumstæðari manngerða taldi Lombroso sig hafa fundið ákveðna manngerð með skítlegt eðli, hinn fædda glæpamann, l’uomo delinquente (18. mynd), sem úrkynjast hefði í líkamsbyggingu og skapgerð í átt til villimanns eða jafnvel dýrs. EFTIRMÁLI VIÐ 2. HLUTA I tveimur hlutum þessarar greinar sem út eru kontnir var greint frá helstu hugmyndum manna um þróun tegundanna frá upplýs- ingaöld til loka 19. aldar. í lokahlutanum, sem enn er óbirtur, verður stiklað á stóru í sögu þróunarkenningarinnar á 20. öld. Fyrst verður getið samþættingar Morgans á erfða- lögmálum Mendels, kenningunni um stökk- breytingar og náttúruvalskenningu Darwins. Fjallað verður um þær styrku stoðir sem sameindaerfðafræðin rennir undir þróunar- kenninguna, hugmyndir rnanna um aðgrein- ingu tegunda, þar með hugmyndir um slit- rótt jafnvægi, og um aldauðabylgjur. Loks verður minnst á tilgátur um uppruna lífsins og greint frá andstöðu við þróunarkenning- una. ■ HEIMILDIR Sjá 1. hluta 68 (3-4), bls. 195. PÓSTFANG HÖFUNDAR Örnólfur Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 49

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.