Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 52
Fréttir ERFÐATÆKNIEFTIRLIT MEÐ HVALKJÖTI Sala á hvalkjöti milli landa er bönnuð samkvæmt alþjóðasamkomulagi um viðskipti með afurðir af dýrategundum í útrýmingarhættu (CITES). En tvær þjóðir, Norðmenn og Japanar, áskilja sér rétt til að veiða ákveðinn ijölda af hrefnum árlega í rannsóknaskyni og til neyslu á heimamarkaði. Fulltrúar þessara þjóða hafa nú lagt fram hugmyndir um gagnagrunn með DNA-greiningu á öllum hvölum sem veiddir eru. Með því sé hægt að staðfesta hvort afurðir hvala sem veiddir eru í Noregi séu seldar í Japan, eins og stundum sést haldið fram. Ef aflétt yrði alþjóðlegu banni á hvalveiðum væri hægt að nota DNA-greiningu til að rekja leið allra hvalaafurða frá veiðiskipi á markað og fylgjast þannig með því að ekki væri farið fram úr kvótum. I þessu efni er kominn upp ágreiningur milli hvalveiðiþjóðanna tveggja og Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Norðmenn og Japanar hyggjast standa straum af öllum kostnaði við gagnagrunninn og sjá ekki ástæðu til að afhenda öll gögnin Alþjóðahvalveiðiráðinu enda ætla þessar þjóðir að nota þau til að verjast ásökunum um að þær veiði eða selji hvali ólöglega. Fulltrúar annarra þjóða telja hins vegar að gögnin séu best komin í höndum Alþjóða- hvalveiðiráðsins, ef notaeigi þau til eftirlits með verslun með hvalaafurðir. Ivor Llewellyn, fulltrúi Breta í ráðinu, segir til dæmis að það dragi úr trúnaði að hafa öll þessi gögn í höndum einstakra ríkisstjóma fremur en Alþjóðaráðsins. Norðmenn og Japanar em þegar famir að greina sýni úr veiddum hvölum. Gögnin verða um sinn geymd hjá Sjávarútvegsstofnuninni í Bergen og Hvalfræðirannsóknastofunni í Tókýó. Báðar bjóða þessar stofnanir öllum þjóðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins aðgang að gögnunum ef þess verði óskað. New Scientist 30. 5.1998. Örnólfur Thorlacius endursagði. Leiðrétting í grein Ara Trausta Guðmundssonar LAND ÚR LOFTI í 68. árg. 3.^1. hefti (bls. 175-182) er ekki samsvörun milli myndar af Svínahraunsbruna og texta í meginmáli greinarinnar. Tilvísanir til fyrirbæra á myndinni voru miðaðar við að ljósmyndin sneri þannig að norður vísaði niður og land blasti við lesanda líkt og þegar ekið er frá Reykjavík áleiðis austur á Suðurland. Þá er t.d. Nyrðri-Eldborg á hægri hönd. Myndin var hins vegar prentuð þannig að norður snýr upp móti efri brún ritsins eins og hefð er fyrir. Réttur er textinn sem hér segir: í 11. línu að neðan bls. 176: „...í neðra vinstra horninu“. í 12. línu að ofanbls.178: „...greinótti hraunflákinn efst á myndinni“. Neðst á bls. 178: „Annað efnisnám og stærra í fullum rekstri (í móbergi og brotabergi) sést í Lambafelli (stuttur vegur) og enn annað í efra, vinstra horninu, við veginn í Jósefsdal. Vegurinn í efra, hægra horninu er gamli malarborni þjóðvegurinn austur yfir Fjall“. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. . 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.