Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 53
JAKOB JAKOBSSON Árni Friðriksson FISKIFRÆÐINGUR ALDARMINNING „Allt er á hverfanda hveli í tilverunni, ekkert stendur kyrrt eitt einasta augnablik. Það, sem byggt er í dag, fellur á morgun, en upp úr rústum þess fallna rís aftur ný bygging, ef til vill stærri og veglegri en hin, sem hrundi. Einstaklingarnir fœðast og vaxa, njóta fjörs og gleði, standa um hríð í blóma lífsins, en falla þó í valinn að lokum. En oft láta þeir þó eftir sig „orðstír, sem deyr aldregi“. Sömu kjörum og einstaklingarnir verða einnig ríki og þjóðfélög mannheimsins að hlíta. Hvert heimsveldið eftir annað fœðist, þróast, blómgast, eldist og deyr. Þannig er líf mannkynsins, en þannig er einnig líf dýra og jurta. Eins og einstaklingnum er skapaður aldur, þannig er því einnig varið með tegundina, sem einstaklingurinn telst til. Hvort sem við tökum tegund eins og t.d. brennisóleyjuna, gulstörina, hestinn, svaninn eða manninn, um allt er það sama að segja, öllu er skapaður aldur. Sá tími var til, er engin þeirra tegunda, sem nú lifa, hvorki meðal jurta né dýra, hafði „litið Ijós dagsins “, og sá tími mun koma, er engin þeirra tegunda, sem nú eru uppi, dregur lífsanda lengur. Aðrar tegundir, sem leysa okkur af hólmi, og halda velli að oss liðnum, munu þá finna leifar af líkum vorum í jarðlögunum, alveg eins og vér nú gröfum beinagrindur liðinna tegunda upp úr skauti jarðarinnar. “ ■ FRÆÐAFUNN Svo ritaði Árni Friðriksson í formála að bók sem bókadeild Menningarsjóðs gaf út sumarið 1932 og nefnist Aldahvörf í dýraríkinu en uppistaðan í henni eru 11 fyrirlestrar sem hann flutti í Ríkisútvarpinu veturinn 1931-1932. Árni var þá nýkominn heim frá námi, 33 ára að aldri, og vildi allt til vinna að fræða íslenska alþýðu um allt það nýjasta í náttúruvísindum og þá sérstaklega í þeim þáttum fræðanna sem honum voru kunnugastir, þ.e.a.s. í dýrafræði og grasa- fræði. Formálanum að bókinni lýkur Árni með eftirfarandi orðum. „Mér er það brenn- andi áhugamál að íslensk alþýða fái að njóta fræðslu um þá hluti, sem stöðugt grípa dýpra og dýpra inn í hugsanalíf allra siðaðra þjóða, en þar til má fyrst og fremst nefna náttúruvxsindin. ísland á nú marga prýði- Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 51-60, 1999. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.