Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 54
lega gefna og hámenntaða menn í ýmsum greinum hinna svonefndu raunvísinda, og vel væri ef þeir létu alþýðu manna hafa gagn og gleði af fróðleik, sem annars getur orðið dauður fjársjóður fyrir aðra en þá sjálfa.“ í bókinni kemur fram að í fyrirlestrunum hefur Árni ekki einungis sagt sögu dýra- ríkisins á jörðinni og greint frá þeim miklu breytingum sem það hefur tekið heldur rekur hann einnig breytingar á höfum og löndum jarðarinnar á jarðsögulegum tímum. Á sama hátt gerir hann einnig grein fyrir þeim miklu breytingum sem gróður jarðarinnar hefur tekið í tímans rás. Oft er vitnað til þess að Árni hafi verið ákaflega vinsæll útvarpsmaður. Þeir fyrir- lestrar sem hér um ræðir voru flestir fluttir á fjórða áratugnum eða á fyrstu tíu árum útvarpsins, sem þá var nýr miðill og náði eyrum flestra landsmanna. Sem dæmi um það hve skemmtilegir þessir fyrirlestrar voru get ég ekki á mér setið að vitna hér í örstutta lýsingu úr kaflanum um skriðdýr mið- aldanna. Þar fjallar Árni m.a. uin trölleðlur, og um nashyrningseðluna (1. mynd) segir hann eftir að hafa lýst þessari furðulegu skepnu: „Eins og aðrir grasbítar eða plöntu- ætur meðal trölleðlanna hefur nashyrnings- eðlan verið róleg og stillt í framgöngu þegar hún var látin óáreitt nema þá ef vera skyldi þegar félagarnir hafa gerst henni of nær- göngulir í ástamálum." Ennfremur segir Árni: „Tilkomumikið hefur það verið þegar tvær stórar og sterkar ófreskjur brunuðu fram hvor á móti annarri, horn nam við horn og skjöldur glumdi við skjöld, tveimur tíu smálesta hnefum var slegið saman af alefli. Slíkir bardagar hafa áreiðanlega átt sér stað því annars hefðu hornin og kraginn verið þýðingarlaus, en það eru líka til sannanir fyrir þesskonar bardögum. Á einu höfðinu á steingerfingi var nefnilega eitt hornið brotið af og það á meðan dýrið var í lifanda lífi, sem sjá mátti af því að gróið var fyrir sárið. Nashyrningseðlan hefur einnig þurft að nota vopnin til annars en að gæta eigin hagsmuna og friðar sálar sinnar í kvenna- málum, ráneðlurnar hafa sjálfsagt ekki hlíft henni frekar en öðrum dýrum þótt hún hafi verið örðugt vígi að vinna. Líkamlega séð virðist nashyrningseðlan vera dýr sem er alveg ósigrandi með öllu. Allt í byggingu hennar og líkamsskapnaði virðist hafa verið vel fallið til sóknar og varnar, með höfðinu hefur hún getað orpið feiknaþungum féndunt hátt í loft upp enda hefur hún ekki verið árennileg þegar hún rann fram til sóknar í fullum stríðshug. En hvernig hefur nú sálarlíf þessarar ófreskju verið? Þar til er að svara að aldrei hefur lifað hryggdýr á landi með jafnstórt og þungt höfuð og hlutfallslega jafnlítinn heila. Yfirleitt hefur ekkert skriðdýr haft eins lítinn heila að sínu leyti eins og nashyrningseðlan og senni- lega ber hún þá einnig þann heiður að vera heimskasta skriðdýr sent nokkurn tíma hefur verið til. Trölleðlumar stigu ekki í vitið, hver þeirra var annarri heimskari og rænulausari en rneðal þeirra hefur nashyrningseðlan, eftir heilastærðinni að dæma, alveg áreiðan- lega verið lægst í sínum bekk.“ Frásagnar- gleðin leynir sér ekki. Þær góðu viðtökur sem þessi fyrsti erindaflokkur Árna fékk hljóta að hafa orðið honum mikil hvatning enda fylgdu margir erindaflokkar í kjölfarið. Um sumarið koma erindi um síld og síldarrannsóknir. Þá flytur hann erindi um ferðir fuglanna og um haustið 1932 byrjar erindaflokkur um fóstur- þróun í dýraríkinu. Honum fylgdi erinda- flokkur sem Árni nefndi „Þætti úr náttúru- fræði“ og fjallaði ekki sfður um plöntur en dýr. Árið 1934 kom erindaflokkur um landafræði dýraríkisins og svo mætti lengi telja. Með lauslegri athugun á dagskrá útvarps- ins áárunum 1931-1940 telst mér til að Árni hafi flutt rétt um eitt hundrað erindi um hin margvíslegustu efni náttúrufræðinnar eins og að framan getur, eða um tíu erindi á hverjum vetri. En þetta var honum ekki nóg. Sama ár og hann hóf að flytja fyrirlestra sína í útvarpinu stofnaði hann ásamt Guðmundi G. Bárðarsyni alþýðlegt fræðslurit í náttúru- fræði, þ.e. Náttúrufræðinginn, sem enn er gefinn út og nú af Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi. Þeir félagar gáfu út og ritstýrðu Náttúrufræðingnum í tvö ár (1931 og 1932). Seint á árinu 1932 veiktist Guðmundur Bárðarson hastarlega og dó snemma árs 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.