Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 56
■ VÍSINDAMAÐURINN Er Árni Friðriksson kom heim frá námi árið 1931 réðst hann sem ráðunautur til Fiskifélags fslands og starfaði þar fram til ársins 1937 en tók þá við forstöðu- mannsstarfi Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans, sem þá var nýstofnuð. Þegar Árni hóf störf hjá Fiskifélaginu kom hann ekki að óplægðum akri því að Bjarni Sæmundsson, menntaskólakennari og síðar safnvörður við Náttúrugripasafnið, hafði þá stundað fiskirannsóknir í hjáverkum í 35 ár. Aðdáun Árna á forvera sínum kemur víða fram m.a. í stuttri grein sem hann ritaði í Náttúrufræðinginn 1932. Greinina nefndi Árni „Hvaða fiskur ætli það hafi verið?“ í greininni segir hann: „Það er vitanlega gott og blessað að fiskimenn láti mann vita þegar þeir veiða einhvern fisk sem þeir þekkja ekki. Og það sama má segja um hvaða dýr sem vera skal, það er alltaf ágætt að fáséðum og einkennilegum tegundum er haldið til skila enda er það oft og einatt eina leiðin fyrir finnandann til þess að fá tegundina nafngreinda þar sem á íslenska tungu vantar leiðbeiningar til þess að þekkja flesta íslenska dýraflokka. En þetta verður ekki sagt um fiskana. Við íslendingar getum verið hreyknir af því að eiga bók þar sem er mjög ítarleg lýsing á hverjum einasta íslenskum fiski sem þekktur er og glögg mynd af hverri tegund. Fiskarnir eftir dr. Bjarna Sæmundsson er bók sem getur fyllilega mælt sig við hvaða erlenda bók sem vera skal um slíkt efni og með líku sniði að því er ég frekast veit. Það sætir furðu að slík bók skuli ekki vera uppseld fyrir löngu, svo mjög var hennar þörf, svo vel var hún úr garði gerð og svo mikils áhuga mátti vænta hjá sjómannastétt landsins.“ Ennfremur segir Ámi: „Þeir eru því miður alltof fáir sem af alhug vilja vinna íslenskum sjávarútvegi gagn og frama og því eiga sjómenn að virða verk þeirra sem það gera.“ Þegar Árni hóf störf sín hjá Fiskifélaginu stóð svo á að Grænlandsgöngur þorsks vom að heita mátti í algleymingi. Tveir mjög stórir þorskárgangar höfðu klakist út árið 1922 og 1924 og alist að miklu leyti upp við Grænland. Vom menn famir að búast við göngum þessara árganga á hrygningar- stöðvarnar á Selvogsbanka um það leyti er Árni hóf störf sín. Aldursgreining á þorski þótti því mikilvægasta viðfangsefnið sem Árni byrjaði á, enda sneri hann sér að þessu verkefni ótrauður og tók þegar í notkun nýjustu starfsaðferðir við það verk. Þessar miklu Grænlandsgöngur ollu því að þorsk- veiðar við Island uxu injög hratt um og upp úr 1930 og þorskaflinn við ísland varð á sjötta hundrað þúsund tonn. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að saltfiskur féll mjög í verði, bæði vegna heimskreppunnar sem þá skall á og vegna borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Þrátt fyrir verðfall á þorski varð þó'ekkert verðfall á síldarafurðum, m.a. vegna þess að hert síldarlýsi var notað í framleiðslu á dína- míti, en á fjórða áratugnum voru stór- þjóðirnar í Evrópu sem óðast að vígbúast. Síldveiðar fslendinga höfðu farið rólega af stað í byrjun aldarinnar en í lok annars ára- tugarins var aflinn þó kominn í 13 þúsund tonn á ári. Veiðar jukust mjög hratt eftir 1930, einkum þó eftir að Síldarverksmiðjur ríkisins tóku til starfa árið 1936. Þá rauk aflinn úr 50- 60 þúsund tonnum í nær 200.000 tonn. Þetta segir þó ekki alla söguna vegna þess að afurðaverðið fór hækkandi og síldarafurðir voru 40-50% af heildarútflutningsverðmæti landsmanna á árunum 1936-1940. Á þessu ámm var vaðandi síld fyrir öllu Norðurlandi í júlí- og ágústmánuði og það eina sem stóð veiðunum fyrir þrifum var takmörkuð afkastageta verksmiðjanna og söltunarinnar í landi. Auðlindin virtist óþrjótandi. Það var því ekki að furða að Árni Friðriksson fengi áhuga á síldarrannsóknum fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Fiskifélagi íslands. Áður hafði Bjarni Sæmundsson sýnt fram á að meginhluti síldarinnar sem veiddist við Norðurland var vorgotssíld. Gert var ráð fyrir að þessi síld hrygndi við Suðurland, einkum í mars, en eftir hrygninguna gengi hún réttsælis kringum landið og kæmi til Norðurlands snemma vors og væri þar fram eftir sumri áður en hún kæmi aftur suður fyrir land að haust- og vetrarlagi (2. mynd). Árna var að sjálfsögðu kunnugt um að við Noreg 54

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.