Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 57
2. mynd. Hugmyndir um síldargöngur við ísland áður en Árni Friðriksson setti
fram nýjar kenningar um göngur síldarinnar (Johansen 1927).
voru einkum stundaðar síldveiðar að
vetrarlagi, þegar síldin gekk á hrygningar-
stöðvarnar við vesturströnd Noregs.
Þessar veiðar höfðu Norðmenn stundað frá
aldaöðli eins og kunnugt er. Miðað við að
hin gríðarmikla síldarmergð sem sást við
Norðurland á sumrin kæmi öll suður fyrir
land að vetrarlagi fannst Arna tilvalið að
vinna að því að síldveiðar yrðu stundaðar
hér árið um kring, þ.e.a.s. fyrir Norðurlandi
að sumarlagi en fyrir Suðurlandi að vetrar-
lagi.
Þegar Árni kynnti þessar hugmyndir fyrir
forráðamönnum þjóðarinnar var þeim vel
tekið. Hann fékk yfirráð yfir varðskipinu Þór,
sem reyndar var upphaflega gamall togari,
hann fékk fé til að kaupa síldarvörpur og
önnur áhöld til síldveiða og að síðustu fékk
hann einnig fé til að kaupa bergmálsmæli
sem settur var í varðskipið til þess að unnt
væri að finna síldartorfur. Að vísu var þetta
ákaflega frumstæður mælir en því fremur var
treyst á síldarvörpuna sem kastað var og
dregin víðsvegar fyrir Suðurlandi í fyrsta
skipti á útmánuðum 1935. Um niður-
stöðurnar fjallar Árni í grein sem hann ritaði
í 6. tölublað tímaritsins Ægis sumarið 1935
en þar segir m.a.: „Við toguðum dag og nótt
á öllum botni þar sem vörpunni varð beitt en
allt kom fyrir ekki. Það sem við ætluðum að
finna, hina hrygnandi vorgotssíld, fundum
við hvergi hversu vel sem leitað var. Að
vísu urðum við varir við síld en það var allt
millisíld eða þá sumargotssild en vorgots-
síld engin. Af öðrum fiski fengum við nóg,
ineira en við óskuðum eftir. Það kom t.d. fyrir
að við fengum þrískiptan poka af þorski og
svo var botnvarpan veiðin að hún tók
þúsundir af spærlingi svo nærri má geta
hvort hún hefði ekki getað tekið síld ef
einhver hefði verið fyrir.“ Síðan segir Árni:
„Hvar hrygnir síldin? Ég er ekki í vafa um
það að skoðanir þær sem byggðar hafa verið
á rannsóknum þessarar aldar um lifnaðar-
hætti síldarinnar, þó einkum eftir rann-
sóknuin Bjarna og Schmiths [Jóhannesar
SchmithJ, eru réttar. Það er áreiðanlega til
síld sem hagar sér eins og við höfum haldið
að öll vorgotssíldin gerði. Eitthvað af þeirri
síld sem veiðist fyrir norðan á sumrin
hrygnir fyrir sunnan á vetrum eins og
augljóst verður af því sem fyrr er sagt. Eftir
55