Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 58
3. mynd. Hugmyndir um síldargöngur við Noreg áður en Arni Friðriksson setti fram nýjar kenningar um göngur síldarinnar (Lea 1929). þær rannsóknir sem ég hef gert í vetur verð ég að draga mjög í efa að þetta sé reglan. Mér finnst harla ótrúlegt að hinn mikli stofn síldar sem er við Norðurland á sumrin hrygni fyrir sunnan land á vetrum vegna þess að nú hafa tilraunir sýnt, einu tilraunirnar sem hafa verið gerðar, að stofninn finnst ekki þótt leitað sé með logandi Ijósi. Eftir kynþroska síldarinnar að dæma hefur hún hrygnt að vorinu, líklega í mars til apríl, en á þeint tíma árs er varla hugsanlegt að sfld geti hrygnt annars staðar en í hlýja sjónurn einmitt þar sem við höfum verið að leita en ekkert fundið. Við verðum að muna það að hér er ekki um að ræða neina smámuni sem gætu leynst eins og nál í heyi, hér er að ræða um einhvern stærsta sfldarstofninn í Norður- höfum og maður skyldi ætla að mætti sjá minna grand í mat en hann, þar sem hann er að hrygna. Að öllu þessu athuguðu get ég ekki betur séð en að þessar rannsóknir sem við höfum nú gert skapi okkur alveg nýja útsýn yfir lifnaðarhætti sfldarinnar. Það verður ekki komist hjá því að spyrja: Hrygnir sú sfld sem veiðist fyrir norðan á sumrin við ísland? Ég vildi óska að hægt væri að svara þessu játandi útvegsins vegna en þær einu tilraun- ir sem gerðar hafa verið til þess að veiða síld þar sem hún átti að vera að hrygna svara eindregið neitandi. En ef sfldin okkar hrygnir ekki hér hvar getur hún þá hrygnt? Af ýmsum ástæðum sem ekki vinnst tóm til að rekja bendir allt til Noregs.“ En Árni gafst þó ekki upp því að vorið 1936 voru þessar til- raunir endurteknar án nokkurs frekari árang- urs. Ekki verður sagt annað en að þessar hugmyndir Árna Friðrikssonar um göngur norðurlandssíldarinnar milli íslands og Noregs hafi komið flatt upp á starfsbræður hans hérlendis og þó einkum erlendis. Hugmyndir norskra vísindamanna um göngur síldarinnar voru til dæmis á þá leið að eftir að hún færi af hrygningarslóðinni á vorin héldi hún norður á bóginn, mögur og úthrygnd, og kæmi svo aftur á hrygningar- slóðina upp úr áramótum, feit og með full- þroska hrogn og svil (3. mynd). Hugmyndir Árna voru m.a. ræddar á ráðstefnu um sfldar- rannsóknir sem haldin var að tilhlutan Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í Lowes- toft á Englandi haustið 1935 og fengu þar vægast sagt litlar undirtektir enda var Árna eindregið ráðlagt að hafa hljótt um þessar hugmyndir. Árni gerði ítrekaðar tilraunir til að komast á ráðstefnuna og tala sínu máli en fékk ekki farareyri og varð því að sitja heima. Meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð skrifaði Árni bók sem hann nefndi „Norður- landssíldin“ og kom út 1944. f bókinni er ítarlegt yfirlit yfir veiðar og rannsóknir fyrri ára. Þar birtir hann allar niðurstöður eigin rannsókna svo og rökstuðning við hug- 56

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.