Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 61
5. mynd. Árni Friðriksson veturinn 1951-1952
(sennilega í Brasilíu).
þau hjónin Friðrik Sveinsson og Sigríður
Árnadóttir og bjuggu þau við Arnarfjörð,
nánar tiltekið að Króki í Ketildalahreppi.
Árni fór snemma að stunda sjóinn, bæði hjá
föður sínum og öðrum skipstjórnarmönnum
á Arnarfirði, enda sagði hann oft að hann
hefði ekki getað byrjað í skóla fyrr en liann
hefði dregið 5.000 þorska. Einasta skóla-
ganga hans fyrir vestan var tveggja ára nám
hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri og
hjá honum fékk hann undirbúning fyrir
lærdómsdeild Menntaskólans. Settist hann í
fyrsta bekk stærðfræðideildar árið 1920, þá
22 ára gamall, og lauk stúdentsprófi árið
1923. Sigldi hann til Kaupmannahafnar sama
sumarið og lauk meistaraprófi í dýrafræði
við Kaupmannahafnarháskóla árið 1929.
Árni gat verið höfðingjadjarfur ef þess
þurfti með. Sú saga er sögð að á lokaprófinu
hafi hann þurft að gangast undir mjög langt
munnlegt próf sem hófst einhvern tímann
löngu fyrir hádegi og dróst á langinn. Þegar
klukkan var langt gengin í þrjú tekur Árni að
ókyrrast og endar með að hann grípur fram í
fyrir prófessornum og prófdómaranum og
segir þessi frægu orð: „Jeg má bede herrene
skynde sig. Jeg skal rnpde et menneske kl.
tre.“ En þennan eftirminnilega dag, þegar
Árni lauk magistersprófi í dýrafræði,
kvæntist hann fyrri konu sinni, Ebbu
Kristjane, danskrar ættar. Hún var þekkt
verslunarkona í Reykjavík og rak árum
saman verslun í miðbæ Reykjavíkur er hét
Sápuhúsið. Seinni konu sinni, Helenu,
kvæntist hann árið 1958 og gekk hann í
föðurstað dóttur hennar, Helenu yngri.
En Árni fór ekki strax heim el'tir lokaprófið.
Næstu tvö árin vann hann sem aðstoðar-
rnaður hjá hinum heimsfræga danska fiski-
fræðingi Johannes Schmidt, á Carlsberg-
59