Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 13
(3) E-l. Svart gjóskulag úr Eldgjá (S. Þórarinsson, 1955, 1958; G. Lar- sen, 1978). (4) Vlla. Grágrænt, fínsöndugt, jafn- kornótt gjóskulag, ríkt af tærum plagioklas kristöllum. Tvílitt, ljóst neðst, á Suðvesturlandi og heitir þar Vlla+b. Venjulega kallað Landnámslag en það fannst fyrst við fornleifauppgröft í Þjórsárdal, rétt undir kolalagi sem markar fyrstu búsetu þar (S. Þórarinsson, 1944 og áfram; G. Larsen, 1978). (5) Efra ndlalag. Gulleitt gjóskulag með nálalaga kornum. Um 2500 ára gamalt. (G. Larsen 1978). ELDGJÁRGJÓSKAN Nauðsynlegt er að gera sérstaka grein fyrir gjóskulaginu E-l. Ur þeim hluta gossprungunnar, sem í daglegu tali kallast Eldgjá, kom bæði hraun og gjóska (S. Þórarinsson, 1955, 1958). Eldgjárgjóskan barst til suð-suðvesturs (3. mynd) og myndar mikið gjóskulag, kallað E-l. Það er einnig jafngamalt hrauninu í farvegi Syðri-Ófæru (G. Larsen, 1978); samkvæmt því hefur gossprungan milli Svartahnúksfjalla og Gjátinds verið virk í einu. Næst upptökunum er gjóskulag- ið 1—2 m á þykkt, kolsvart, gróft og yfirleitt gjallkennt. Hægt er að fylgja því óslitið frá Eldgjá um alla Skaftártunguna suður að Hólmsá. Ekki hefur tekist að rekja E-1 á Álfta- vershrauninu, sbr. þykktarkortið. Erf- itt er að skýra útbreiðslu E-1 til norð- austurs með öðru en því að Eldgjár- gossprungan haldi áfram norðaustan við Uxatinda cins og Björn Jónasson jarðfræðingur (1974) gerir ráð fyrir í ritgerð sinni um þetta svæði. í jarðvegssniðum í Skaftártungu er Eldgjárgjóskan rétt fyrir ofan Vlla, landnámslagið, og er aðeins eitt þunnt gjóskulag á milli (4. mynd, snið 5). Hægt er að fullyrða að gjósku- og hraungos varð í Eldgjá sjálfri skömmu eftir að land byggðist. L AN D B ROTS H R AU NIÐ Fjöldi sniða Jarðvegssrýð voru tekin á sex stöð- um inni á Landbrotshrauninu. Öll sniðin voru eins í aðalatriðum, þ. e. sýndu sömu gjóskulögin. Nyrsta snið- ið er við Nýjabæ en það syðsta skammt sunnan Ytra-Hrauns. Tvö þeirra eru birt á 4. nrynd. Fimm jarðvegssnið voru tekin í syðri bakka Skaftár, frá Dalbæjarstapa að brúnni við Kirkjubæjarklaustur og bakkinn skoðaður alls staðar þar sem sást í eitthvert jarðrask. Snið á Svíra skamnrt ofan Dalbæjarstapa er sýnt á 5. nrynd en snið við Ytri-Dalbæ á 4. nrynd. Eitt snið var tekið í mýri fram undan Þykkvabæ II en þar eru forn garðabrot. Einnig voru tekin snið við bæinn Hunkubakka. Rétt er að benda á að öll sniðin eru á eða við nyrðri lrluta Landbrots- lrraunsins. Snið inni d Landbrotshrauninu Hér verður látið nægja að skýra jarðvegssnið við Þykkvabæ II í Land- broti senr dæmi um snið inni á lrraun- inu. Snið 1 er tekið uppi á lrrauninu og er norðan bæjanna en austan aðal- vegarins. 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.