Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 34
]. mynd. Hunangsfluga (Bombvs jonellus Kirby), þerna (lengd 1,5 cni), safnað við Vífilsstaðavatn, GuII., 11. 6. 1970. — The humble bee Bombus jonellus Kirby, a ivorker, collecled by lake Vifilsstacfavaln near Reykjavili, II. 6. 1970. I>að er háttur sníkjuvespa að verpa eggjuin sínum í lirfur annarra skor- dýra (t. d. fiðrilda, sagvespa og tví- vængja) eða jafnvel í fullorðin skor- dýr (t. d. blaðlýs), og er varppípan notuð til að koma eggjunum fyrir. Sumar tegundir leggjast á köngulær. Lirfur vespanna nærast síðan á inn- volsi fórnardýranna, sem hljóta hæg- fara dauðdaga, en foreldrarnir hafa engin frekari afskipti af afkvæmum sínum. Lífshættir gaddvespanna cru frá- brugðnir lífsháttum sníkjuvespanna, en flestar tcgundanna liafa þróað sambýlisform, sem lýst verður síðar. l>ær hafa meiri eða minni afskipti af ungviðinu, en algengast er, að lirf- urnar séu mataðar, meðan á uppvext- inum stendur. Fæðan er ýmist dýra- eða plöntukyns. Hjá gaddvespunum hefur varppípan öðlast nýtt hlutverk. Hún hefur jtróast í gadd, sem tengd- ur er eiturkirtli, en gaddinn nota þær sér til varnar og í sumum tilfellum einnig til að deyða bráð sína. Til skamms tíma hefur aðeins ein gaddvesputegund verið landlæg á Is- landi. I>að er hunangsflugan (Bombus jonellus Kirby), sem er algeng og út- breitld um land allt (1. mynd). Hún er mjög auðþekkt, stór og bústin, en hún er ein af stærstu skordýrategund- unum hér á landi, allt að 2 cm á lengd og 1 crn á breidd, mjög loðin, með breiðum, svörtum og Ijósum Jjverrönd- 28

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.