Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 55
orðið 0,5—1,0 mm eða jafnvel nokkuð
meira eru vikurkennd og full smá-
blöðrum. Sum líkjast því að vera límd
saman úr fjölda örmjórra þráða og
sýna veikt tvíbrot, sem stafar af
spennu í efninu. Neðst í laginu eru
kornin nokkuð stærri og efst í því ber
talsvert á örmjóum glerþráðum,
nornaþráðum, sem ég hef ekki fund-
ið neðst í því. Sennilegt virðist mér
að brúnleitu glerkornin og þau lit-
lausu séu ekki frá sama eldvarpi, þó
ekkert kunni ég ákveðið um það að
segja. Ljósbrot litlausa glersins reynd
ist Nd 1.4981—1.4985 við eins ná-
kvæma mælingu og mér var framast
unnt. Þetta passar vel við niðurstöður
Jens Tómassonar (1967) fyrir land-
námslagið, en það er talsvert frá-
brugðið flestum Heklu-lögunum. Sam-
kvæmt Moorhouse (1959) þýðir þetta
um 73—74% Si02. Svipuð niðurstaða
fæst út frá eðlisþyngdarákvörðunum.
Einstaka feldspatbrot koma fram í
öskunni en annað kristallað efni fann
ég þar ekki. Ekki held ég að vafi geti
leikið á því að þetta sé landnámslag-
ið. Sýnir það bæði afstaða þess í snið-
inu og samsetning öskunnar. Þegar
grafið er dýpra og aðeins inn undir
hraunkantinn kemur í ljós að ösku-
lagið hverfur inn undir hraunið, sem
j>ví er yngra. Hraunið liggur svo þétt
ofan á öskulaginu að enginn vottur
af jarðvegsmyndun verður þar á milli
greindur. Er af Jrví ljóst að hraunið
liefur runnið tiltölulega skömmu eftir
að askan féll. Hún hefur fallið á gró-
ið land, sem verið liefur mýrarbolli
eins og er enn í dag og gróður að
heita má eins. Stóra svarta öskulagið
frá Kötlu 1485 liggur hins vegar ofan
á hrauninu.
Gróðurfar virðist ekki hafa tekið
neinum verulegum breytingum á þess-
um stað allt frá því að hann náði
fyrst fótfestu á Leitahrauni sem rann
fyrir um 4600 árum (Jón Jónsson
1971) til J>ess að Kötluaskan féll, en
ofan við hana kemur J^urrlendisjarð-
vegur (sbr. snið). Um 26 cm neðan
við landnámslagið er Jrnnnt ljóst ösku-
lag, sem vera mun H-3 (Sigurður Þór-
arinsson 1967). Það er nú kunnugt að
landnámslagið varð til rétt um 900 e.
Kr. (Sigurður Þórarinsson op. cit.,
Jón Jónsson 1978).
Ég sé Jíví ekkert Jrví til fyrirstöðu
að hér sé fundið hraun það, sem getið
er um í Kristnisögu, hið raunveru-
lega Kristnitökuhraun, og heimildin
um Jretta gos, hið fyrsta sem skráð er
í sögu Jjjóðarinnar, Jjví í meginatrið-
um rétt.
Því má aðeins bæta við að sé Lamba-
fellshraun eitthvað að ráði yngra })á
er það hið eina sanna Kristnitöku-
hraun og, svo haldið sé við sögnina,
})á er nær sanni að það liafi stefnt á
bæ Þórodds goða heldur en Svína-
hraun. Reynt verður síðar að fá svar
við þessu og óneitanlega er það
skcmmtilegt að hægt er að færa sönn-
ur á að sögnin er ekki tilbúningur.
HEIMILDIR
Jónsson, Jón, 1971. Hraun í nágrenni
Reykjavíkur. I. Leitahraun. Náttúru-
fr. 41, bls. 49-63.
— 1975. Nokkrar aldursákvarðanir.
Náttúrufr. 45, bls. 27—30.
— 1977. Reykjafellsgígir og skarðmýrar-
hraun á Hellisheiði. Náttúrufr. 47, bls.
17-26.
— 1978. Jarðfræðikort af Reykjanes-
skaga. Orkustofnun OE JHD 7831,
Apríl 1978.
49
4