Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 57
Sigurvin Elíasson:
Kerlingarhólar í Gjástykki
Kelduhverfi er nærri allt þakið svo-
kölluðura nútímahraunum. Stórfeng-
leg eldgos hafa oft orðið þar, síðan
ísaldarjöklar hörfuðu fyrst upp frá
ströndunum á þessum slóðum, sem
gæti hafa verið fyrir allt að 11—13000
árum. Merki sjást um minnst 6—8 eld-
gos í þessari litlu sveit, auk þess sem
allmargir hraunstraumar hafa runnið
þangað suðvestan úr heiðum, sem eru
utan marka Kelduhverfis.
Hraun í Kelduhverfi
Eitt stærsta og elsta hraunið er
komið úr Stóravíti, sunnanhallt í
Þeistareykjabungu, og er það senni-
lega runnið undir ísaldarlokin, þegar
jöklar voru aftur að ganga fram og
niður í dalabotna á kuldaskeiði, eftir
að hafa hörfað áður lengra upp til
landsins. Hefur það hugsanlega verið
á Búðaskeiðinu svokallaða. Hraunið
er bæði með allferskum yfirborðsein-
kennum og einnig víða með jökul-
menjum á yfirborði.
Nokkru austan við miðja sveit hylst
hraunið úr Stóravíti af yngra stór-
hrauni, sem nær vestur undir Fjöll og
standa þó víða upp úr því hólmar
eldri hrauna. Þetta hraun virðist aðal-
lega runnið úr stórum gíg í Þeista-
reykjabungu fyrir a. m. k. 5000—6000
árum. Er hugsanlegt að þessi hraun
séu tvö, nokkuð ólík að útliti.
Þeistareykjabunga rís lágt við loft
sunnan til í Kelduhverfi, víðáttumikil
hraunbunga, og í suðurhalla hennar
er Stóravíti.
Vestast í Kelduhverfi eru mörg
forn hraun (3—4?), hvert ofan á öðru,
sunr jafnvel eldri en Stóravítishraun.
Flest virðast þau, sem áður segir,
runnin úr eldstöðvunr nálægt Þeista-
reykjafjöllunr og því býsna langt að
konrin.
Leifar nokkur þúsund ára gamals
hraunstraums er að finna í suðaustan-
verðri Ásheiði, en óvíst er um upp-
takastað. Yngstu hraun í Keldulrverfi
eru Kerlingarhólahraun, um miðja
sveit, og Skinnstakkahraun (Hraun-
garðar) nokkru norðar og vestar. Hér
verður lítillega rætt um hið fyrr-
nefnda. Það er í hinu nafntogaða Gjá-
stykki, sprungukerfi, sem mikið hefur
komið við sögu í jarðskjálftum og
jarðraski í tengslum við umbrot í
Náttúrufræðingurinn, 49 (1), 1979
51