Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 72

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 72
2. mynd. Þrjár mælingar úr botnsjá, sem gerðar voru á samsíða línum í Faxaflóa 1975. Hver útskrift sýnir botn hægra og vinstra megin við siglingalínu og saman rnynda mælingarnar heildarmynd af botninum. Tölusettu þverstrikin eru sett á stöð- um Jrar sem nákvæmar staðarákvarðanir voru gerðar. Langstrikin eru jafnfjarlægðar- línur með 25 metra millibili. Lerígri hlið myndarinnar jafngildir Jtví um 1500 metrum af hafsbotni. En skemmri hliðin jafngildir í Jtessu tilviki um 3000 metrum. Myndin sýnir malarbotn (dökkt) með flekkjum af sandi (ljóst). Neðsti hluti myndarinnar til hægri sýnir ósléttan botn úr föstu bergi. (Ljósnt. H. Þ.) — Sand patches on gravel shown in three parallel sonographs from Faxaflói, SW-Iceland. Rock oatcrop on lower right. og gefur þvi möguleika á að kort- leggja hafsbotn mjög nákvæmlega. Slík kortlagning byggist á því að unnt sé að sigla eftir samsíða línum sem eru ekki fjær hver annarri en svo, að samfelld mynd náist af botninum. Staðsetningartæki mælingaskips þurfa því að vera mjög nákvæm og áreiðan- leg. Tilraun til kortlagningar af þessu tagi var gerð í Faxaflóa sumarið 1975 í samvinnu við Sjómælingar íslands á sjómælingabátnum Tý. Þetta sumar höfðu sjómælingamenn afnot af mjög nákvæmum staðsetningartækjum, sem gerðu það að verkum, að unnt var að ná 100% yfirferð yfir mælingasvæðið. Á 2. mynd er sýnd útskrift úr botn- sjá, þar sem mælingar af þremur sigl- ingalínum eru lagðar saman og mynda eins konar „loftmynd“ af hafsbotni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.