Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 73
Þessi kortlagníng í Faxaflóa tókst veí og náði yfir 500 ferkílómetra svæði. Niðurstöður verða birtar annars stað- ar og því ekki ræddar nánar hér. í kjölfar þessarar tilraunar hefur síðar verið reynt að kortleggja önnur svæði á íslenska landgrunninu, en þær tilraunir hafa tekist verr en mæling- arnar í Faxaflóa. Ástæðan er sú að þær hafa verið gerðar á hafrannsókna- skipum, sem ekki eru búin nægilega nákvæmum siglingatækjum. b. Gróf kunnun á afmörkuðum svœð- um. Á meðan ekki er unnt að kort- leggja svæði nákvæmlega vegna skorts á staðsetningartækjum, er hægt að nýta botnsjá til þess að gefa grófa rnynd af botngerð á tilteknum haf- svæðurn. Þá er siglt vítt og breitt um svæðin og útskrift botnsjárinnar not- uð til þess að fá höfuðdrætti í mynd af gerð botnsins. Slíkt hefur verið gert, t. d. á landgrunninu undan suðaust- urlandi, en þar hafa verið gerðar mælingar í nokkrum leiðöngrum rannsóknaskipanna Árna Friðriksson- ar og Hafþórs (eldra). Með því að taka fjölda sýna af hafsbotni hefur verið unnt að fylla talsvert upp í þá mynd sem botnsjáin gefur af gerð hafsbotnsins á Jtessu svæði. c. Snucrri verkefni. Þar sem botnsjáin 3. mynd. Neðansjávarleiðsla milli Heimaeyjar og Jands (ör) liggur yfir klappir á hafs- botni, en hverfur í setið (möl og sand) báðum megin við fasta bergið. Stórir gárar í setinu á milli klettanna neðan við miðja mynd til vinstri og benda til þess að setið hreyfist, a. m. k. annað veifið. (Ljósm. H. Þ.) — Submarine pipeline exposed on rocky bottom (arroxu) but disappears in sediment on both sides. Record taken near Heimaey, S-Iceland. 67

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.