Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 9
1. mynd. Rofabarð á Haukadalsheiði. Með eyðingu skóganna hófst uppblásturinn. Þessi
mynd er tekin 1939 en slik sjón blasir þvi miður viða við enn i dag. Ljósm. Hákon Bjarnason.
Eyóing skóga
Eyðing íslensku skóganna hefur hafist
snemma. Þorvaldur Thoroddsen lýsir
henni í stuttu máli. Honum farast svo
orð:
Mjög mikið af skógum hefur þegar
eyðst á landnámsöld. Landnámsmenn
hafa hlifðarlaust höggvið og rifið skóg-
ana, í fyrstu rutt skóginn fyrir bæjarstæði
og tún, síðan notað viðinn til húsa, eldi-
viðar og kolagerðar, en aðalskemmdirnar
hafa stafað af fjárbeitinni, sem líka all-
víða í öðrum löndum hefur gjörsamlega
eytt öllum smáskógum á stuttum tima.
Þá hefur rauðablástur eflaust orðið
skógunum skæður, enda er þess getið að
Skallagrímur vildi hafa rauðasmiðju sina
nærri skógum. Menjar rauðablásturs
sjást enn allvíða um land og með þeirri
aðferð sem notuð var, hefur eyðst afar
mikill eldiviður. Illdeilur manna á milli
komu stundum niður á skógunum.
Snorri goði lét spilla Krákunesskógi og
Brodd-Helgi lét höggva upp heilan skóg í
Vopnafirði. Kolabrennslu er mjög víða
getið í sögunum og hélst hún alls staðar
þar sem einhverjir skógar voru eítir frant
yfir miðja 19. öld og voru kolin stundum
flutt og seld i fjarlæg héruð. Þegar hætt
var að dengja ljáina fór að minnka um
kolabrennslu. Stundum brunnu víðáltu-
miklir skógar af handvömm og hirðu-
leysi . . . Það er eiginlega mikil furða að
nokkuð skuli vera eftir af skógi á Islandi.
Eggert Ölafsson og Bjarni Pálsson
sem ferðuðust um landið og rannsökuðu
náttúru þess á árunum 1752—1757
minnast víða á skógaleifar. í Ferðabók-
inni komast þeir m.a. svo að orði:
. . . Trén eru smávaxnari nú en þau voru
áður. Fyrir hundrað árum voru svo há-
vaxin tré í Fnjóskadal, að bolur þeirra
var 20 álnir upp undir greinar. Stór-
vaxnastur var þó Möðruvallaskógur í
Eyjafirði og eru enn til gildar stoðir og
bitar úr þeim skógi í húsum á Möðru-
völlum . . .
Önnur tilvitnun í Ferðabók þeirra
Eggerts og Bjarna:
. . . Leifar af föllnum skógi sáum við á
Staðarhraunseyri, skammt frá þjóð-
veginum á ferð okkar til Snæfellsjökuls
1754. Þar stóð fjöldi hvítra skininna
birkitrjáa á fögrum velli. Flestar grein-
3