Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 73

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 73
Ritfregnir Helgi Hallgrímsson: VERÖLDIN I VATNINU, 215 bls., 86 myndir. Bókagerðin Askur, Reykjavík 1979. Nýlega kom út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka bókin Veröldin í vatninu eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing. Helgi er sennilega einn af seinustu alfræðingunum á sviði náttúrufræðinnar hér á landi og hefur lagt gjörva hönd á flestar grcinar hennar, fyrst og fremst sem starfsmaður Náttúru- gripasafnsins á Akureyri. Hér hefur hann tekið sér fyrir hendur að semja yfirlit um það sem lifir og hrærist í vötnum. Eftir þvl sem ég best veit er bókin samin með þarfir kenn- ara fyrir handbók og nokkra leiðsögn um þessi fræði fyrir augum. Sýnist mér bókin líka muni henta mjög vel til þess brúks, en eins og höfundur vill leggja áherslu á, eiga flestir sem hafa einhverja undirstöðuþekk- ingu í líffræði að geta notiö bókarinnar og lært af henni. Hinum stóra hópi manna, sem flykkist á veiðar í vötnum og ám á hverju sumri, ætti einnig að vera mikill fengur i að fá hér á einum stað dálitla innsýn í hina margbrotnu veröld, sem liggur að baki veiðinni. í fyrsta kafla fjallar Heigi um flokkun vatna, bæði vatnagerðir og hvernig skipta má einstökum vötnum eftir lífsskilyrðum, sem þau bjóða upp á. Síðan er sagt frá því hvernig sýnum ersafnað, þau tilreidd og loks skoðuð. Þá er eðlisþáttum vistkerfisins gerð skil, lýst þróun vatna og örlögum þeirra í samskiptum við kórónu sköpunarverksins. Afgangi bókarinnar, 13 köflum, er varið til að fara I gegnum alla aðalflokka lífvera, sem eitthvað koma við sögu í lifkerfum vatna, allt frá gerlum til fugla. Viðfangsefni bókarinnar er i sjálfu sér ekki islensk vötn, en hinsvegar er gerð tilraun til að staðfæra, þar sem þess er nokkur kostur. Höfundur tekur fram að staðþekking hans sé fyrst og fremst bundin við nokkur vötn og vatnakerfi á Norðurlandi. Hann fellur þó einstaka sinnum i þá freistni að rugla saman Norðurlandi og Islandi öllu, en það eru mest smávægileg tilfelli. Það má heita eðlileg krafa, að í bókum um slík efni á íslensku sé reynt að fylgja íslensk- um veruleika eins og nokkur kostur er, en ekki um of einföldunum byggðum á allt annarri reynslu. A þessum áratug var margt í deiglunni í islenskri vatnalíffræði, en fátt eitt hafði verið birt af því, þegar handrit bókarinnar var samið. Höfundi er því nokkur vorkunn, þótt ýmislegt hafi hann heimfært upp á Island sem ekki stenst dóm reynslunnar, og langar mig að nefna eitt atriði, sem rekja má til heimilda, ættaðra úr tempraða beltinu. Á bls. 15 er fjallað um framvindu plötnusvifs og rætt um vor- og hausthámark, sem er algengt í vötnum tempraða beltisins, og fylgir þar umturnun vatnsbolsins vor og haust. í flestum vötnum á meginlandi Evrópu myndast lagskipting á sumrin, sem hindrar hringrás næringarefna og veldur þá oft sumarlágmarki í plöntu- svifinu. Hér á landi er slík lagskipting nánast óþekkt, m.a. vegna hinnar vindasömu veðr- áttu. Auk þess er vaxtartíminn yfirleitt styttri hér og því virðist sem eitt sumarhá- mark i plöntusvifi sé mest einkennandi fyrir íslensk vötn. Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.