Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 73
Ritfregnir
Helgi Hallgrímsson:
VERÖLDIN I VATNINU, 215 bls., 86 myndir.
Bókagerðin Askur, Reykjavík 1979.
Nýlega kom út á vegum Ríkisútgáfu
námsbóka bókin Veröldin í vatninu eftir
Helga Hallgrímsson náttúrufræðing. Helgi
er sennilega einn af seinustu alfræðingunum
á sviði náttúrufræðinnar hér á landi og hefur
lagt gjörva hönd á flestar grcinar hennar,
fyrst og fremst sem starfsmaður Náttúru-
gripasafnsins á Akureyri. Hér hefur hann
tekið sér fyrir hendur að semja yfirlit um það
sem lifir og hrærist í vötnum. Eftir þvl sem
ég best veit er bókin samin með þarfir kenn-
ara fyrir handbók og nokkra leiðsögn um
þessi fræði fyrir augum. Sýnist mér bókin
líka muni henta mjög vel til þess brúks, en
eins og höfundur vill leggja áherslu á, eiga
flestir sem hafa einhverja undirstöðuþekk-
ingu í líffræði að geta notiö bókarinnar og
lært af henni. Hinum stóra hópi manna, sem
flykkist á veiðar í vötnum og ám á hverju
sumri, ætti einnig að vera mikill fengur i að
fá hér á einum stað dálitla innsýn í hina
margbrotnu veröld, sem liggur að baki
veiðinni.
í fyrsta kafla fjallar Heigi um flokkun
vatna, bæði vatnagerðir og hvernig skipta
má einstökum vötnum eftir lífsskilyrðum,
sem þau bjóða upp á. Síðan er sagt frá því
hvernig sýnum ersafnað, þau tilreidd og loks
skoðuð. Þá er eðlisþáttum vistkerfisins gerð
skil, lýst þróun vatna og örlögum þeirra í
samskiptum við kórónu sköpunarverksins.
Afgangi bókarinnar, 13 köflum, er varið til
að fara I gegnum alla aðalflokka lífvera, sem
eitthvað koma við sögu í lifkerfum vatna,
allt frá gerlum til fugla.
Viðfangsefni bókarinnar er i sjálfu sér ekki
islensk vötn, en hinsvegar er gerð tilraun til
að staðfæra, þar sem þess er nokkur kostur.
Höfundur tekur fram að staðþekking hans sé
fyrst og fremst bundin við nokkur vötn og
vatnakerfi á Norðurlandi. Hann fellur þó
einstaka sinnum i þá freistni að rugla saman
Norðurlandi og Islandi öllu, en það eru mest
smávægileg tilfelli.
Það má heita eðlileg krafa, að í bókum um
slík efni á íslensku sé reynt að fylgja íslensk-
um veruleika eins og nokkur kostur er, en
ekki um of einföldunum byggðum á allt
annarri reynslu. A þessum áratug var margt
í deiglunni í islenskri vatnalíffræði, en fátt
eitt hafði verið birt af því, þegar handrit
bókarinnar var samið. Höfundi er því
nokkur vorkunn, þótt ýmislegt hafi hann
heimfært upp á Island sem ekki stenst dóm
reynslunnar, og langar mig að nefna eitt
atriði, sem rekja má til heimilda, ættaðra úr
tempraða beltinu. Á bls. 15 er fjallað um
framvindu plötnusvifs og rætt um vor- og
hausthámark, sem er algengt í vötnum
tempraða beltisins, og fylgir þar umturnun
vatnsbolsins vor og haust. í flestum vötnum
á meginlandi Evrópu myndast lagskipting á
sumrin, sem hindrar hringrás næringarefna
og veldur þá oft sumarlágmarki í plöntu-
svifinu. Hér á landi er slík lagskipting nánast
óþekkt, m.a. vegna hinnar vindasömu veðr-
áttu. Auk þess er vaxtartíminn yfirleitt
styttri hér og því virðist sem eitt sumarhá-
mark i plöntusvifi sé mest einkennandi fyrir
íslensk vötn.
Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980
67