Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 31
nesi allt að Borgarfjarðardölum og myndaðist vegna breytinga á spennu- sviði á þessum slóðum samfara flutningi rekbelta austur á bóginn fyrir 4.5 til 12— 13 milljónum árum. SAGA REKBELTA Á VESTURLANDI Rekhryggurinn sunnan íslands (þ. e. Reykjaneshryggurinn) hefur verið kyrr á sínurn stað síðan Atlantshafið fór að myndast fyrir um 60 milljón árum, en Kolbeinseyjarhryggurinn, norðan ís- lands, hefur verið virkur a. m. k. síðustu 13 m. árin og e. t. v. síðustu 18 m. árin (Talwani og Eldholm 1977). Rek- beltin á Islandi hafa aftur á móti færst til öðru hverju og ávallt til austurs. Rekhraðinn á íslandssvæðinu virðist hafa verið svipaður allan tímann eða um 2 cm á ári, þ. e. 1 cm til hvorrar hliðar (Talwani o. fl. 1971). Lengst af jarðsögu íslands hefur aðalrekbeltið legið um Snæfellsnes, Hvammsfjörð og þaðan norður um Vatnsnes (2. og 9. mynd). Það verður hér nefnt Snæfellsnesrekbeltið og ber ekki að rugla því saman við Snæfells- nesgosbelti það sem virkt er í dag og er hliðarbelti. Snæfellsnesrekbeltið hefur verið nærri þvi í beinu framhaldi rek- hryggjanna sunnan og norðan landsins eða lítið eitt vestar (15—20 km). Sá hlykkur sem er á milli suðurleggjar og norðurleggjar Snæfellsnesrekbeltisins og liggur um Hvammsfjörð hefur leitt af sér spennusvið sem einkennst hefur af láréttri skerspennu (9. mynd a). Þessi skerspenna hefur brotið upp a. m. k. flekann sunnan rekbeltisins og myndað N—S- og NA—SV-brot meðan rek átti sér stað. Um upphaf Snæfellsnesrekbeltisins er ekki vitað. Það var komið í gang fyrir 16 milljónum ára og í því mynduðust öll jarðlög á Vestfjörðum, Dölum, Snæ- fellsnesi og Mýrum (9. mynd a, b) sem síðan hafa færst út úr því við landrek. Rekbeltið var enn virkt fyrir 6.5 milljónum ára en þá hefur eldvirknin verið minnkandi og átt skammt eftir. Fyrir 6.5—7.0 milljón árum hófst eld- virkni urn 70 km austar, sem síðar leiddi til Reykjanes-Langjökulsrekbeltisins. Eldvirknin hófst fyrst nyrst en breiddist suður á bóginn með tímanum. Rekbelti þetta stóðst heldur ekki á við Reykja- neshrygginn heldur hliðraðist hrygg- urinn austur eftir Reykjanesskaganum sem ber sum merki þvergengisbeltis (Kristján Sæmundsson 1978, Páll Einarsson og Sveinbjörn Björnsson 1980). Hliðrunin á ásunum er nú um 25 km. Nyrðri hluti Snæfellsnesrekbeltisins (um Vatnsnes) hefur þó verið virkur enn um sinn, en stóðst ekki heldur á við Reykjanes-Langjökulsrekbeltið. Þegar Reykjanes-Langjökulsrekbeltið fór í gang myndaðist Borgarnesandhverfan vegna fergingar i hinu nýja rekbelti. Þegar hér var komið sögu hafði sker- spennan snúist við (9. mynd b). Við þessar aðstæður mynduðust NV—SA- brotin. Flest þeirra hafa myndast um það leyti sem rekbeltaflutningurinn átti sér stað. Fyrir 3—4 milljónum ára kulnaði nyrðri leggur Snæfellsnesrekbeltisins út en nýtt belti myndaðist austar: forveri norðurhluta Austurrekbeltisins (Krist- ján Sæmundsson 1974). Þetta nýja rek- belti tengist Reykjanes-Langjökulsrek- beltinu um eins konar þverbelti likt og tengdi saman norður- og suðurlegg Snæfellsnesrekbeltisins. Við þessa at- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.