Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 41
Gísli Már Gíslason:
Áhrif mengunar á
dýralíf í varmám
Flestar ár á Islandi eru taldar
ómengaðar, en byggð er við nokkrar ár,
sem getur valdið röskun á lífsamfélög-
um þeirra. Sé mengun í ám, er hún
breytileg eftir tíma dags og árstíma.
Ef gerla- og efnamengun væri athuguð,
þyrfti að gera reglulegar mælingar með
stuttu millibili yfir langan tima, en
þegar rannsakað er dýra- og plöntulíf
sést hver áhrif mengunarinnar eru, þó
að mengunarefnin séu löngu runnin til
sjávar. Það getur tekið langan tíma fyrir
lífverur að setjast að aftur á þeim stöð-
um þar sem þær hafa þurft að hörfa
fyrir mengun. Með þetta í huga voru
framkvæmdar rannsóknir á Varmá i
Mosfellssveit og Varmá í Ölfusi
1977 — 79, til að athuga áhrif mengunar
á dýralíf í ánum.
Á Islandi eru fjórar ár sem eru volgar
allan ársins hring, en einnig eru til
nokkrir volgir lækir (Arnþór Garðarsson
1978, 1979). Þessar ár hafa vissa sér-
stöðu í náttúru íslands, vegna þess að
skilyrði fyrir lífverusamfélög eru þar
önnuren gerast almennt í ám. Frjósemi
þeirra er upprunalega mikil miðað við
íslenskar aðstæður. Hátt hitastig eykur
hraða efnaferla í vatninu, lengir
vaxtartíma lífvera, og hefur önnur al-
menn áhrif á frjósemi ánna. Auk þess
eru þær steinefnaríkari en almennt
gerist (Halldór Ármannsson o. fl. 1973,
Sigurjón Rist 1974). Árnar eru Reykja-
dalsá i Reykholtsdal, Varmá í Mosfells-
sveit, Varmá í Ölfusi og Helgá í
Reykjahverfi. Lítil röskun hefur átt sér
stað í Reykjadalsá, en með virkjun
Deildartunguhvers verða eflaust breyt-
ingar i Reykjadalsá vegna þess að
minna af heitu vatni fer í ána. Bæði
Varmá í Mosfellssveit og Varmá í
Ölfusi renna í gegnum þéttbýli. Miklar
breytingar hafa átt sér stað í þeim á
seinustu áratugum með aukinni byggð
og iðnaði, og mikillar mengunar gætir í
þeim.
Rannsóknir á mengun í fersku vatni
eiga sér stutta sögu á íslandi. Sigurður
H. Pétursson (1972) ritaði um gerla-
mengun í neysluvatni, og benti á að um
82% landsmanna búa við sjó, en aðeins
2,5% í sveitaþorpum þar sem skólpi er
veitt út í ferskt vatn. Athygli manna
hefur Jjví aðallega beinst að sjávarsíð-
unni (Agnar Ingólfsson o. fl. 1972,
Hörður Kristinsson 1975, Einar Jónsson
1976, Karl Gunnarsson og Konráð Þór-
isson 1976a, b, Arnþór Garðarsson og
Kristín Aðalsteinsdóttir 1977, Agnar
NáUúrufræfiingurinn, 50(1), 1980
35