Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 20
beltisins eru rekbelti, en hvorki
Snæfellsnesgosbeltið (það sem er virkt í
dag) né suðurhluti Austurgosbeltisins.
Þau mætti nefna hliðargosbelti.
Á árunum 1971 til 1978 vann höf-
undur að jarðfræðikortlagningu á
Vesturlandi og er mikið af þeim
gögnum sem hér er stuðst við enn óbirt.
Þar að auki er stuðst við aðrar athuganir
(sjá texta með 7. mynd). í þessari grein
verður gerð grein fyrir þróun og sögu
rekbelta á Vesturlandi, eins og hún
verður rakin í jarðlögum á þessu svæði,
og er byggt á ofangreindum athug-
unum.
BORGARNESANDHVERFAN OG
SNÆFELLSNESSAMHVERFAN
Strik jarölags (sem hefur snarast eða
hallast) er ímynduð skurðlína lagsins
við láréttan flöt (1. mynd a) og halli eða
hallastefna er hornrétt á strikið. Úti í
mörkinni sést strikið eða réttara sagt
strikstefnan best á láglendi t. d. á
Mýrum þar sem lágir klettaásar stefna
norðaustur-suðvestur. Þeir sýna strik-
stefnu jarðlaga á þessu svæði. Sam-
hverfa er það kallað þegar lögum hallar
frá tveim gagnstæðum áttum, að sömu
miðju (1. mynd b), en andhverfa er hið
gagnstæða, lögunum hallar til gagn-
stæðra átta út frá sömu miðju, (1. mynd
c).
A 2. mynd er sýnd stefna striks og
halli á Vesturlandi og einnig lega sam-
hverfu- og andhverfuása. Borgarnes-
andhverfan stefnir norðaustur frá
Borgarnesi allt að Langavatni og
Vikravatni en þar hverfur hún inn
undir Hreðavatnssetlögin (Haukur Jó-
hannesson 1975), sem vikið verður að
1. mynd. Skýringarmynd af a: Striki og halla, b: samhverfu, c: andhverfu, d: mislægi, e:
sniðgengi (o3 er togspenna og o, er þrýstispenna), f: siggengi.
— Diagram illustrating a: diþ and strike, b: syncline, c: anticline, d: unconformity, e: strike-sliþ fault (a/
maximum, a 3 minimum comþressive stress), f: normal fault.
14