Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 77

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 77
29. október: Fyrirlesari: Páll Hersteinsson, dýrafræö- ingur. Efni: íslenski refurinn. 26. nóvember: Fyrirlesari: Markús Á. Einarsson, veður- fræðingur. Efni: Veðurfarsbreytingar og hugsanleg áhrif manna á veðurfar. Stjórnin vill, fyrir hönd félagsins, þakka öllum fyrirlesurunum kærlega þann velvilja sem þeir hafa sýnt félaginu með því að koma og halda erindi á fræðslusamkomum þess, og einnig öllum þeim mörgu sem sóttu sam- komurnar og þá einkum þeim sem tóku þátt í umræðum. FRÆÐSLUFERÐIR Sumarið 1979 voru farnar fjórar fræðslu- ferðir á vegum félagsins, eins og verið hefur síðustu ár, þrjár einsdagsferðir og ein lengri eða þriggjadagaferð. Þátttakendur i ferð- unum urðu einnig nokkru fleiri en árið þar áður, eða alls 148, þ. e. 37 að meðaltali. Uppstigningardag 24. maí var farin fugla- skoðunarferð á Krísuvíkurberg og komið við í Húshólma í ögmundarhrauni og bæjar- rústirnar j:>ar skoðaðar; einnig var hugað að jarðfræði í ferðinni. Leiðbeinendur voru Árni Waag og Leifur Símonarson. Þátttak- endur voru 62, enda var veður með ein- dæmum gott. Laugardag 16. júni var svo farin ferð til jarðfræðiskoðunar að Kaldárseli og gengið þaðan um Helgadal að Búrfelli, og síðan um Búrfellsgjá að Hjöllum í Heiðmerkurgirð- ingu. Leiðbeinandi var Jón Jónsson, jarð- fræðingur. Þátttakendur voru 27. Sunnudaginn 1. júlí var farin ferð til grasa- skoðunar í suðurhlíðar Esju í landi Mógilsár. Leiðbeinandi var Eyþór Einarsson, þátttak- endur voru 9. Föstudag 17. — sunnudags 19. ágúst var fjórða ferðin farin, langa ferðin svokallaða, og haldið til náltúruskoðunar á sunnan- verðum Kili. Fyrsta daginn var ekið upp á Kjöl með viðkomu hjá Geysi og Gullfossi, þar sem jreir sprækustu príluðu niður í Pjaxa. Frá sælu- húsinu í Hvítárnesi voru þræddar gamlar slóðir austan girðingarinnar norður Tjarn- heiði, norður undir Hrefnubúðir. Þar ókum við yfir Fúlukvísl á ágætis vaði hindrunar- lítið og vestur með Hrefnubúðum í Ytri Fróðárdal, þar sem tjaldað var til tveggja nátta á lækjarbakka. Annan daginn var svo öslað þvert fyrir mynni Fróðárdals og vaðið yfir Fróðá. Síðan gengið yfir í Karlsdrátt, sem er mjög gróðursæl vík norður úr Hvítárvatni, og er aðeins yfir Iágan háls að fara. Þaðan var svo haldið upp á Leggjabrjót, allt upp að gígn- um Sólkötlu, en suddi og þoka var efst á dyngjunni svo ekki fóru allir upp að gíg. Allir hittust þó við Fróðá á eftir og þaðan var stutt í tjöldin. Síðasta daginn var svo ekin sama leið til baka yfir Fúlukvisl, um Tjarnheiði og upp á Bláfellsháls. Þar yfirgaf rúmur helmingur hópsins bíla og gekk á Bláfell; veður var ágætt en ský á toppi fjallsins byrgðu útsýn þaðan annað veifið. Síðan var ekið rakleitt til Reykjavíkur. Þátttakendur voru alls 50. Leiðbeinendur voru Karl Grönvold og Eyþór Einarsson. ÚTGÁFU STARFSEMI Af tímariti félagsins, Náttúrufræðingnum, komu út tvö hefti á árinu, alls 216 tvídálka síður, 3.—4. hefti 48. árgangs sem er 136 síður, og 1. hefti 49. árgangs upp á 80 blað- síður. Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Kjartan Thors, jarðfræðingur eins og undanfarin ár og ritið var prentað í Prent- smiðjunni Odda eins og áður. Útgáfan er enn nokkuð á eftir, en þó ekki eins mikið og kann að virðast, því tvöfalt hefti er nú fullsett og tilbúið til prentunar, að frátalinni einni grein sem er tilbúin til setningar. Eins og margir vita var þetta hefti tileinkað Finni Guðmundssyni í tilefni af sjötugsafmæli hans síðastliðið vor. Þegar heftið var að verða tilbúið lést Finnur og þótti því sýnt að minningargrein um hann yrði að vera í því og þess vegna dróst útkoma þess, en nú er greinin sem sagt tilbúin. Þar næsta hefti, eða síðasta hefti 49. árgangs er svo jafnframt í setningu og mun fylgja fast á eftir Finns- hefti. Einnig er töluvert efni tiltækt 1 50. árgang, m. a. verður i honum tvöfalt hefti 71

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.